Enski boltinn

Mancini: Spiluðum illa í fyrri hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini sagði að sínir menn í Manchester City hafi ekki átt skilið að tapa fyrir Liverpool í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Liverpool vann, 1-0, með marki Steven Gerrard úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en City var mikið með boltann í seinni hálfleik án þess að skora. Þeir söknuðu greinilega þeirra Vincent Kompany, Yaya Toure og David Silva en enginn þeirra gat spilað með City í kvöld.

„Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og eitthvað sem getur gerst í fyrsta sinn í sex mánuði," sagði Mancini eftir leik. „Þetta er erfitt án 3-4 [sterkra] leikmanna en við áttum ekki skilið að tapa. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik en þetta eru ekki rétt úrslit."

„Sanngjörn niðurstaða hefði verið jafntefli. Kannski var vítaspyrnudómurinn rétti en Glen Johnson bauð upp á tæklingu í kvöld sem var verri en hjá Vincent Kompany gegn Manchester United."

Kompany er nú að taka út fjögurra leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×