Enski boltinn

Redknapp: Þeir sem njóta þess ekki að horfa á Tottenham ættu að hætta að horfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var vitanlega ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Tottenham upp að hlið Manchester United í 2.-3. sæti deildarinnar.

„Við erum þarna við toppinn, að berjast um Meistaradeildarsæti. Þangað viljum við komast aftur. Hver veit - það er ekkert ómögulegt. Maður verður að halda í trúnna og ég nýt þess að horfa á okkur spila," sagði Redknapp eftir leikinn.

„Þeir sem njóta þess ekki að horfa á Tottenham spila knattspyrnu ættu að hætta að horfa á knattspyrnu," bætti hann við.

Varnarmaðurinn Michael Dawson spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í ágúst vegna meiðsla í kvöld. „Ég er hæstánægður með að vera kominn til baka og að við unnum leikinn. Strákarnir voru frábærir í kvöld og við þurftum á öðru marki að halda til að klára leikinn. Enda sótti Everton mikið undir lokin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×