Enski boltinn

Southampton skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik | Öll úrslitin í enska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Nýliðar Southampton unnu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar þeir unnu 3-1 sigur á Aston Villa. West Bromwich og Fulham unnu líka leiki sína í dag.

Steven Fletcher skoraði sitt fjórða mark í þremur fyrstu leikjum sínum með Sunderland og virtist vera að tryggja liðinu 1-0 útisigur á West Ham. Kevin Nolan jafnaði hinsvegar í uppbótartíma og tryggði West Ham eitt stig.

Romelo Lukaku fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði West Bromwich Albion og launaði Steve Clarke traustið með því að skora eina mark leiksins í sigri á Reading.

Nýliðar Southampton hafa staðið sig vel á móti stórliðunum í fyrstu umferðunum en fyrstu stigin komu ekki í hús fyrr en í 4-1 heimasigri á Aston Villa í dag. Darren Bent skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark síðan í febrúar og kom Aston Villa í 1-0 á móti Southampton en nýliðarnir komu til baka í seinni hálfleiknum og skoruðu þá fjögur mörk.

Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Swansea - Everton 0-3

0-1 Victor Anichebe (22.), 0-2 Kevin Mirallas (43.), 0-3 Marouane Fellaini (82.)

Chelsea - Stoke 1-0

1-0 Ashkley Cole (85.)

Southampton - Aston Villa 4-1

0-1 Darren Bent (36.), 1-1 Rickie Lambert (58.), 2-1 Nathaniel Clyne (64.), 3-1 Jason Puncheon (72.), 4-1 Rickie Lambert (90.+5)

West Bromwich - Reading 1-0

1-0 Romelo Lukaku (71.)

West Ham - Sunderland 1-1

0-1 Steven Fletcher (10.), 1-1 Kevin Nolan (90.+3)

Wigan - Fulham 1-2

0-1 Hugo Rodallega (31.), 0-2 Damien Duff (68.), 1-2 Arouna Koné (90.+1)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×