Erlent

Lokkaði ungling til sín og dreymdi um að éta börn

Róbert Mucha er frá New Jersey.
Róbert Mucha er frá New Jersey.
Hinn fimmtíu og sex ára gamli Robert Mucha frá New Jersey í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að lokka fimmtán ára dreng til sín í gegnum netið en hann káfaði meðal annars á drengnum þegar þeir hittust.

Hann hafði lofað drengnum að fara með hann í skemmtigarð, en þegar þeir loksins hittust, þá káfaði Mucha á honum sem varð til þess að drengurinn flúði.

Lögreglan gerði tölvu Mucha upptæka en samkvæmt frétt Reuters um málið þá fannst barnaklám í tölvunni auk hrollvekjandi samskipta mannsins við fólk sem dreymir um að éta börn.

Um er að ræða spjallrás fólks sem ræðir saman um það hvernig megi éta börn, en helstu umræðuefnin voru hvernig ætti að ræna barni, byrla því ólyfjan, elda þau og að lokum innbyrða líkama þeirra.

Svo virðist sem mannátið hafi verið einhverskonar kynlífsdraumur hjá Mucha.

Samkvæmt saksóknara í málinu má Mucha búast við lífstíðardómi verði hann fundinn sekur um að hafa lokkað drenginn til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×