Enski boltinn

Gerrard: Everton spilar eins og Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard í leiknum á móti Everton á sunnudaginn.
Steven Gerrard í leiknum á móti Everton á sunnudaginn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, ýtti heldur betur undir borgaríginn í Bítlaborginni þegar hann gerði lítið úr spilamennsku Everton og sagði að það sé aðeins eitt lið í Liverpool-borg sem reynir að spila fótbolta.

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli á Goodison Park um helgina en Liverpool skoraði sigurmark í lokin sem var ranglega dæmt af vegna rangstöðu.

„Við vorum frábærir í þessum leik og það á móti liði sem spilar eins og Stoke," sagði Steven Gerrard. Everton er sex stigum og sjö sætum ofar en Liverpool.

„Í hvert einasta skiptið sem markvörður þeirra fær boltann þá kemur langur bolti fram. Leikstíll Everton er árangursríkur af því að þeir hafa stóra og sterka stráka í liðinu," sagði Gerrard.

„Við vorum með unga og litla menn inn á vellinum sem stóðu saman og spiluðu eins og karlmenn. Það var aðeins eitt lið sem mætti til þess að spila fótbolta og það vorum við," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×