Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 10:43 Aðstandendur þeirra sem létust komu saman 22. júlí síðastliðinn í Útey til að minnast atburðanna. mynd/ afp. Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira