Foreldrar kemba börnum ekki nóg Hugrún Halldórsdóttir skrifar 5. september 2012 22:30 Foreldrar sem eiga börn í skólum þar sem lúsasmit kemur upp eru ekki nægilega duglegir við að kemba hár barna sinna. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem kallar eftir átaki á landsvísu til að hefta útbreiðslu sníkjudýrsins. Hún er vandfundin höfuðlúsin, enda á við sesamfræ að stærð og einungis einn af hverjum þremur sem smitast finnur fyrir einkennum. Ef lús kemur upp í skóla er tilkynning send foreldrum og þeirbeðnir um að kemba hár allra í fjölskyldunni. Þetta fyrirkomulag skilar þó ekki alltaf tilsettum árangri. „Börnin koma kannski ekki með blaðið aftur til baka og sumir jafnvel koma með það til baka, undirskrifað en krakkinn gefur til kynna að það hafi ekki verið kembt. Þetta er náttúrulega slæmt," segir Ása Atladóttir, hjá Landlækni. Ása telur mikilvægt að foreldrar bregðist við og brúki kambinn reglulega til að greina lúsina. „Til dæmis kannski á laugardögum, hafa kannski lúsardag. Bara að finna eitthvað svona skemmtilegt system á þetta," segir Ása.LýsBörn eru oft hársár og það getur verið erfitt að fá þau til að samþykkja kembingu, en þá er gott að setja hárnæringu í blautt hárið áður en kamburinn er brúkaður. Ásu þykir kominn tími á átak um allt land hvað lúsina varðar og bendir á danska lúsasérfræðinginn Kim Larsen, þó ekki söngvarann, í sömu andrá. „Hann hefur lýst áhuga á að skaffa kamba og svo myndum við reyna að bindast samtökum með skólahjúkrunarfræðingum og kennurum og gera átak. En það eru náttúrulega fyrst og fremst foreldrarnir í landinu sem koma til með að verða aðal samstarfsaðilarnir. Kannski förum við í þetta áður en langt um líður. Það væri óskandi," segir Ása. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Foreldrar sem eiga börn í skólum þar sem lúsasmit kemur upp eru ekki nægilega duglegir við að kemba hár barna sinna. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem kallar eftir átaki á landsvísu til að hefta útbreiðslu sníkjudýrsins. Hún er vandfundin höfuðlúsin, enda á við sesamfræ að stærð og einungis einn af hverjum þremur sem smitast finnur fyrir einkennum. Ef lús kemur upp í skóla er tilkynning send foreldrum og þeirbeðnir um að kemba hár allra í fjölskyldunni. Þetta fyrirkomulag skilar þó ekki alltaf tilsettum árangri. „Börnin koma kannski ekki með blaðið aftur til baka og sumir jafnvel koma með það til baka, undirskrifað en krakkinn gefur til kynna að það hafi ekki verið kembt. Þetta er náttúrulega slæmt," segir Ása Atladóttir, hjá Landlækni. Ása telur mikilvægt að foreldrar bregðist við og brúki kambinn reglulega til að greina lúsina. „Til dæmis kannski á laugardögum, hafa kannski lúsardag. Bara að finna eitthvað svona skemmtilegt system á þetta," segir Ása.LýsBörn eru oft hársár og það getur verið erfitt að fá þau til að samþykkja kembingu, en þá er gott að setja hárnæringu í blautt hárið áður en kamburinn er brúkaður. Ásu þykir kominn tími á átak um allt land hvað lúsina varðar og bendir á danska lúsasérfræðinginn Kim Larsen, þó ekki söngvarann, í sömu andrá. „Hann hefur lýst áhuga á að skaffa kamba og svo myndum við reyna að bindast samtökum með skólahjúkrunarfræðingum og kennurum og gera átak. En það eru náttúrulega fyrst og fremst foreldrarnir í landinu sem koma til með að verða aðal samstarfsaðilarnir. Kannski förum við í þetta áður en langt um líður. Það væri óskandi," segir Ása.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira