Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2012 11:15 Svona taka Íslendingar á móti ísbjörnum. Frá Hrauni á Skaga í júní 2008. Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira