Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2012 11:15 Svona taka Íslendingar á móti ísbjörnum. Frá Hrauni á Skaga í júní 2008. Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-,veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks er þó kennt um hvernig fór. Björninn hafði haldið sig um nokkurt skeið við sumarbústaðina. Þar vakti hann mikla athygli fólks sem flykktist að til að sjá dýrið, en setti sig um leið í hættu. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Á svæðum þar sem hvítabirnir halda sig að staðaldri ættu menn þó ætíð að hafa með sér öflugan riffill og ef sofið er í tjaldi að hafa ísbjarnavakt. Þá er mönnum ráðlagt að hafa minnst 50 metra fjarlægð milli tjalds og matvæla, og matarafganga skuli sömuleiðis geyma fjarri svefntjaldi. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira