Selfoss og Keflavík munu falla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2012 07:00 Guðjón Þórðarson er mættur aftur til starfa í efstu deild og það gleður marga knattspyrnuáhugamenn.fréttablaðið/daníel Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira
Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Sjá meira