Selfoss og Keflavík munu falla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2012 07:00 Guðjón Þórðarson er mættur aftur til starfa í efstu deild og það gleður marga knattspyrnuáhugamenn.fréttablaðið/daníel Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira