Enski boltinn

Frank Lampard missir af San Marínó leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard og Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge.
Frank Lampard og Kate Middleton, hertogaynja af Cambridge. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea-maðurinn Frank Lampard getur ekki spilað með enska landsliðinu á móti San Marínó á Wembley á morgun en þjóðirnar mætast þá í undankeppni HM og verður leikurinn sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.

Lampard er að glíma við hnémeiðsli en það er enn möguleiki á því að hann nái leiknum á móti Póllandi í næstu viku. Lampard mun koma til móts við enska hópinn á sunnudaginn og þá verður staðan metin.

Lampard hefur skorað 3 af 6 mörkum enska liðsins í tveimur fyrstu leikjunum í undankeppninni, tvö mörk í 5-0 sigri á Moldavíu í fyrsta leiknum og svo jöfnunarmarkið á móti Úkraínu í síðasta leik.

Steven Gerrard, fyrirliði enska liðsins, er í leikbanni á móti San Marínó og því átti Lampard að bera fyrirliðabandið í leiknum. Þjálfarinn Roy Hodgson þarf nú að velja nýjan fyrirliða og flestir búast við því að það verði Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×