Enski boltinn

Di Canio segist vera á leið til Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Paolo Di Canio.
Paolo Di Canio.
Ítalinn Paolo Di Canio hefur lýst því yfir að hann sé afar áhugasamur um að stýra liði á Englandi. Hann vonast til þess að landa starfi fljótlega.

Hann hefur verið orðaður við West Ham en eigendur félagsins hafa útilokað hann sem næsta stjóra.

"Mín framtíð er á Englandi. Það mun eitthvað gerast á næstu dögum og ekki endilega í tengslum við úrvalsdeildina," sagði Di Canio sem er kominn með öll þjálfararéttindi til að þjálfa lið í efstu deild.

"Enskur fótbolti er fullur af stolti og heiðarlegur. Hvað fótboltann varðar er enski boltinn bestur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×