Enski boltinn

Sturridge gæti yfirgefið Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturridge lék vel með Bolton.
Sturridge lék vel með Bolton.
Daniel Sturridge hefur varað Chelsea við því að ef félagið ætli sér ekki að nota hann af einhverju viti þá muni hann yfirgefa það.

Þessi 21 árs gamli framherji sýndi í vetur að hann er klár í úrvalsdeildarslaginn en hann skoraði 8 mörk í 11 leikjum sem lánsmaður með Bolton.

Það verður samt erfitt að koma honum fyrir hjá Chelsea enda eru þar fyrir framherjar eins og Didier Drogba, Fernando Torres og Nicolas Anelka.

"Ég vil fá að spila reglulega með Chelsea. Ég elska félagið. Ég vil ekki segja að ég fari frá því en ég verð að spila. Næsta tímabil er mikilvægt fyrir mína framför," sagði Sturridge.

"Það er Chelsea að taka ákvörðun um hvað það vill gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×