Enski boltinn

Liverpool hættir að spila í Adidas og skiptir yfir í Warrior Sports

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Daniel Agger í Adidas-búningi Liverpool.
Steven Gerrard og Daniel Agger í Adidas-búningi Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool-liðið mun hætta að spila í Adidas-búningum eftir næsta tímabil og klæðist þess í stað búningum frá Warrior Sports sem er dótturfyrirtæki bandaríska sportvöruframleiðandanum New Balance frá Boston. Liverpool verður fyrsta alvöru fótboltafélagið sem spilar í Warrior-búningum.

Liverpool fær 25 milljónir punda á ári fyrir að spila í Warrior-búningum og bætir þar sem met Manchester United sem fær 23,5 milljónir punda á ári fyrir að spila í Nike-búningum.  Það eru aðeins þrjú félög sem selja meira af treyjum sínum en Liverpool en það eru Manchester United, Barcelona og Real Madrid.

Liverpool fékk áður 12 milljónir punda frá þýska sportframleiðandanum Adidas sem verður eftir þetta með aðeins með eitt af stóru liðunum í ensku deildinni og það er Chelsea. Arsenal og Man United eru í Nike, Man City spilar í Umbro-búningum og Tottenham gerði nýverið samning við Under Armour.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×