Enski boltinn

Reo-Coker, Carew og átta aðrir fara frá Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Aston Villa hafa ákveðið að losa sig við tíu leikmenn nú í sumar en þeirra á meðal eru Nigel Reo-Coker, John Carew og Robert Pires.

Reo-Coker var keyptur til félagsins frá West Ham fyrir 8,5 milljónir punda árið 2007. Honum sinnaðist við Martin O'Neill, þáverandi stjóra liðsins, í september árið 2009 og kom heldur lítið við sögu það tímabilið. Hann spilaði þó heldur mikið á nýliðnu tímabili, undir stjórn Gerard Houllier.

Carew fann einnig fyrir þó nokkru mótlæti á Villa Park og var lánaður til Stoke í janúar síðastliðnum.

Hinir leikmennirnir sem fara nú eru Moustapha Salifou, Isaiah Osbourne, Harry Forrester, Arsenio Halfhuid, Durrell Berry, Ellis Deeney og Calum Flanagan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×