Enski boltinn

Moyes: Ein versta frammistaða liðsins undir minni stjórn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes á hliðarlínunni í gær.
David Moyes á hliðarlínunni í gær. Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Everton, segir að frammistaða sinna manna gegn Bolton í gær hafi verið ein sú allra versta í níu ára stjórnartíð sinni hjá félaginu.

Gary Cahill og Daniel Sturridge tryggðu Bolton 2-0 sigur í leiknum og er Everton aðeins þremur stigum frá fallsæti eftir leiki helgarinnar.

„Við stóðum okkur ekki vel," sagði Moyes. „Leikmenn sem hafa verið að spila vel í vetur áttu sinn versta leik tímabilsins í dag."

„Kannski er ég orðinn of linur í þeirra garð og þarf að herða þá aðeins," bætti hann við.

„Við þurftum að halda boltanum niðri við jörðina í dag og það tókst ekki. Við vorum heldur ekki nógu harðir í horn að taka. Einn af okkar helstu styrkleikjum er hvað við erum harðir fyrir en það var ekki að sjá í þessum leik."

Moyes hefur fyrr á þessu tímabili lýst því yfir að hann ætli sér ekki að hætta með liðið þrátt fyrir slæmt gengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×