Kennsl borin á öll fórnarlömb í Noregi 30. júlí 2011 07:00 Við minningarathöfn í gær. Forseti norska þingsins, Dag Terje Andersen, ásamt leiðtogum jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndunum, Helle Thorning-Schmidt frá Danmörku, Haakan Juholt frá Svíþjóð, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Mikael Jungner frá Finnlandi. Mynd/AP Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Fjöldi látinna eftir hryðjuverkin í Noregi er nú 77, eftir að einn lést af sárum sínum á spítala. Allir aðrir sem liggja á spítala eftir hryðjuverkin í Noregi fyrir viku eru nú sagðir úr lífshættu. Fimmtán eru þó enn taldir alvarlega slasaðir. Þá hafa kennsl verið borin á alla þá sem létust og engra er lengur saknað. Norðmenn minntust þess í gær að vika var liðin frá hryðjuverkunum sem urðu 77 manns að bana í Útey og í miðborg Óslóar. Verkamannaflokkurinn stóð fyrir minningarathöfn um hina látnu og töluðu bæði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og formaður flokksins, og Eskil Pedersen, formaður ungliðahreyfingar flokksins, í minningarathöfninni. „Vika er liðin frá því að illskan réðst á okkur," sagði Stoltenberg við minningarathöfnina. Leiðtogum jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum var boðið og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra meðal annars þátt í athöfninni. Minningarathöfn var einnig haldin í einni af moskum Óslóar og Stoltenberg hélt einnig ræðu þar. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á sameinaðan Noreg. „Við verðum eitt samfélag. Þvert á trúarbrögð, uppruna, kyn og stöðu." Hann sagði að hinir látnu yrðu heiðraðir með því að virða trú annarra og leyfa fjölbreytninni að blómstra. Fyrstu fórnarlömb árásanna voru borin til grafar í gær og minntist Stoltenberg þeirra sérstaklega. Hin átján ára gamla Bano Rashid og hinn nítján ára Ismail Haji Ahmed voru bæði skotin til bana í Útey. Breivik var fluttur úr fangelsi í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær. Fram að því hafði hann aðeins verið yfirheyrður í sjö klukkustundir í síðustu viku. Lögreglan sagði margar nýjar upplýsingar komnar fram í dagsljósið. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira