Innlent

Orð innanríkisráðherra umdeild

Ögmundur Jónasson lét umdeild ummæli falla í gær. Mynd/ Stefán.
Ögmundur Jónasson lét umdeild ummæli falla í gær. Mynd/ Stefán.
„Við vorum rænd," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á málstofu um rannsókn og saksókn efnahagsbrota og stöðu ákæruvaldsins í gær, en þar vísaði ráðherrann til bankahrunsins.

Um var að ræða eina málstofu af mörgum um rannsókn og saksókn efnahagsbrota og stöðu ákæruvaldsins í gær. Á fundinum eftir að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lét ummælin falla sagði Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem hélt erindi á fundinum, að til væru dómafordæmi hjá Mannréttindadómstóli Evrópu um að slíkar yfirlýsingar gætu ónýtt málatilbúnað hjá ákæruvaldi gagnvart sakborningum.

Gestur er verjandi nokkurra manna sem hafa réttarstöðu sakbornings hjá sérstökum saksóknara. Nokkrir lögmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja að yfirlýsing ráðherrans hafi vakið mikla athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×