Enski boltinn

Dalglish tekur upp hanskann fyrir Suarez

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er ekki sáttur við þá umræðu að Luis Suarez sé svokallaður raðdýfari. Suarez er gagnrýndur fyrir að láta sig falla við hvert tækifæri í teignum.

Paul Scharner hjá WBA sagði að Suarez væri einn sá besti í heiminum að fiska vítaspyrnur. Scharner er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt Suarez fyrir að hafa brauðfætur.

"Þetta lið getur haldið áfram að væla en hann mun halda áfram að sóla þá upp úr skónu, skapa færi og skora mörk," sagði Dalglish beittur.

"Hann þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum hvað varðar hans trúverðugleika á vellinum. Ég tel mig ekki þurfa að verja hann sérstaklega enda er oftar en ekki gert mikið af því að gagnrýna þá leikmenn sem skara fram úr."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×