Enski boltinn

Sturridge skoraði í þriðja leiknum í röð og Bolton vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge fagnar marki sínu í dag.
Daniel Sturridge fagnar marki sínu í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Daniel Sturridge hefur skorað í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir Bolton síðan að hann kom frá Chelsea í síðasta mánuði. Sturridge skoraði seinna mark Bolton í 2-0 heimasigri á Everton í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þetta var aðeins annars sigur Bolton í síðustu átta leikjum en liðið er í 8. sæti deildarinnar einu stigi á eftir Sunderland sem situr í sætinu fyrir ofan. Everton er í 13. sæti en þetta var fimmti leikurinn í röð sem liðið fær tvö eða fleiri mörk á sig.

Gary Cahill kom Bolton í 1-0 strax á tíundu mínútu með skalla eftir aukaspynur frá Matthew Taylor. Sturridge skoraði markið sitt á 66. mínútu eftir sendingu frá varamanninum Chung-Yong Lee.

Grétar Rafn Steinsson gat ekki leikið með Bolton vegna meiðsla og liðið missti auk þess Zat Knight meiddan af velli eftir 27 mínútur. Knight meiddist illa á hné en ekki er vitað hversu mikil meiðslin eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×