Ábyrgðin er okkar 20. ágúst 2011 06:00 dagur B. Eggertsson Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og segir það vond tíðindi fyrir alla ef það skelli á. „Af reynslu finnst mér ekki síður mikilvægt að gefa þeim frið til að semja um helgina áður en til verkfalls komi," segir Dagur. „Ég bind vonir við að aðilar reyni alveg til þrautar." Dagur vill ekki gefa upp sína skoðun á því hvort kröfur leikskólakennara séu réttmætar og vísar aftur til vinnufriðs samninganefndanna. „En auðvitað eru margar stéttir í samfélaginu sem eiga skilið hærri laun," bætir hann við. Hann telur ábyrgð borgarinnar í þessum málum mjög ríka. „Við berum ábyrgð gagnvart börnunum, fjölskyldum þeirra og öllu okkar starfsfólki." Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tekur undir orð Dags og segir mikilvægt að leyfa samninganefndinni að vinna sína vinnu í friði. „Vitaskuld höfum við áhyggjur af ástandinu, atvinnulífinu og þeim fjölskyldum sem munu klárlega lenda í vandræðum ef til verkfalls kemur," segir hann. Spurður hvort hann telji að sveitarstjórnir beri ábyrgð í málinu svarar Guðmundur því játandi. „Auðvitað bera sveitarstjórnir ábyrgð á sínum gjörðum; eitt af því sem þær hafa ákveðið er að hafa kjaramálin svona sem atvinnurekandi og framselja sitt samningsumboð til sambandsins," segir hann. „Sem þýðir um leið að þau geta ekki farið að grípa til aðgerða einhliða. Þegar maður fer í samstarf verður maður að taka þátt í því alla leið."guðrún pálsdóttir*Guðmundur segist hafa mikla samúð með kröfum launafólks, en vill ekki tjá sig um sínar skoðanir á kröfum leikskólakennara að svo stöddu í ljósi viðræðna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir sveitarfélögin bera ábyrgð í því ljósi að þau séu rekin á skynsamlegan hátt í alla staði. Hann telur kröfur leikskólakennara heldur meiri en þær sem samið hafi verið um í sumar. „Það má deila um hvort þær séu sanngjarnar, en þær eru meiri en það sem við teljum að við getum ráðið við," segir Eiríkur og bætir við að komi til verkfalls á mánudag muni Akureyrarbær takast á við það af yfirvegun, en það muni bitna á öllu atvinnulífinu. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur áhyggjur af yfirvofandi verkfalli og vonast til þess að samningar náist. „En oft hafa samningar náðst á allra síðustu stundu og við vonum að það gerist í þessu tilviki," segir hún. Hún hefur fulla trú á samninganefndinni og treystir henni fullkomlega til að klára viðræðurnar. sunna@frettabladid.isEiríkur Björn BjörgvinssonLeikskólabörn Öllum leikskólum á Akureyri, Hafnarfirði og Kópavogi verður lokað á mánudag ef til verkfalls kemur. fréttablaðið/stefán
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira