Enski boltinn

Draumur Björgólfs rættist - West Ham fær Ólympíuleikvanginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Völlurinn glæsilegi sem mun taka um 80 þúsund manns.
Völlurinn glæsilegi sem mun taka um 80 þúsund manns.

Það sem lak út fyrir tveimur dögum hefur nú verið staðfest. West Ham mun taka við lyklavöldunum á Ólympíuleikavanginum i London eftir leikana árið 2012. Tottenham situr eftir með sárt ennið.

Tottenham vildi gera of róttækar breytingar á mannvirkinu og það er talið hafa orðið félaginu að falli. West Ham mun halda hlaupabrautinni en það var lykilatriði enda hafði London lofað alþjóð ólympíunefndinni að völlurinn fengi að halda sér sem minning um leikana.

Það hefði verið niðurlægjandi fyrir ríkisstjórnina og borgarstjórann í London ef þau loforð hefðu verið brotin.

Það er áhugavert á þessum degi að hugsa til baka að það var upprunalega hugmynd Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum eiganda West Ham, að flytja á Ólympíuleikvanginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×