Enski boltinn

Lampard: Peningaeyðslan skilar vonandi árangri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frank Lampard vonar að eyðslusemi Chelsea í janúar muni skila félaginu einhverjum titlum í vor. Chelsea eyddi 71 milljón punda í tvo leikmenn í janúar.

50 milljónir fóru í Fernando Torres og 21 milla fór í David Luiz. Chelsea veitti ekki af innspýtingu eftir magurt gengi síðustu mánuði.

"Að fá heimsklassamann eins og Torres og strák eins og Luiz, sem lítur frábærlega út, gefur okkur mikinn kraft. Það virkaði samt ekki í fyrsta leik en vonandi kemur þetta," sagði Lampard.

"Við erum í erfiðri stöðu í deildinni en munum samt ekki gefast upp. Við munum berjast til enda á öllum vígstöðvum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×