Sum kaup Dalglish hafa heppnast betur en önnur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2011 13:01 Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos/Getty Images Kaup Liverpool á Andy Caroll á 35 milljónir punda frá Newcastle hafa líkast til ekki farið framhjá neinum. Þetta er þó langt í frá í fyrsta skipti sem Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool reiðir fram háar fjárhæðir fyrir framherja. Eins og gengur hafa sum kaupin heppnast betur en önnur. Vel heppnuð kaup Peter Beardsley til Liverpool á 1.9 milljónir punda árið 1987 Beardsley kom líkt og Carroll frá Newcastle og varð goðsögn á Anfield Road. Hann er einn fárra leikmanna sem hafa komist upp með að leika fyrir bæði Liverpool liðin. Hann var duglegur að skapa mörk fyrir samherja sína auk þess sem hann skoraði reglulega sjálfur.John Aldridge til Liverpool á 750 þúsund pund árið 1987. Þessi stóri og stæðilegi Íri var keyptur frá Tranmere til að fylla í skarðið sem Ian Rush skyldi eftir við sölu hans til Juventus. Fyrir utan að vera mjög líkur Rush í útliti, báðir með yfirvaraskegg, var hann ekki síður duglegur við að koma boltnanum í net andstæðinganna. Í bikarúrslitaleiknum gegn Wimbledon vorið 1988 varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að láta verja frá sér vítaspyrnu. Leikurinn tapaðist en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að fyrirgefa það. Ian Rush til Liverpool á 2.8 milljónir punda árið 1988. Eftir eins árs veru í svörtum og hvítum búningi Juventus á Ítalíu kom Rush aftur heim til Liverpool. Samkeppnin var öllu harðari nú enda Beardsley og Aldridge að skora reglulega. Auk þess þóttu Rush og Aldridge of líkir leikmenn og voru sjaldan notaðir saman. Smátt og smátt kom Rush sér í liðið og gerði það sem hann kunni best, að skora mörk. Alan Shearer til Blackburn Rovers á 3.5 milljónir punda árið 1992. Öllum að óvörum gekk hinn ungi og efnilegi framherji Southampton til liðs við Blackburn Rovers. Þrátt fyrir áhuga Alex Ferguson á piltinum valdi Shearer að spila undir stjórn Dalglish. Kaupin gerðu Shearer að dýrasta knattspyrnumanni Bretlandseyja. Hann skoraði tvisvar í sínum fyrsta leik og gerði lítið annað á tíma sínum hjá Blackburn. Shearer var aðeins ein af mörgum kaupum Dalglish til Blackburn en vasar Jack Walker eiganda félagsins voru í dýpri kantinum. Kaupin skiluðu árangri og Blackburn urðu Englandsmeistarar vorið 1995. Chris Sutton til Blackburn Rovers á 5 milljónir punda árið 1994. Dalglish keypti Sutton frá Norwich City í þeim tilgangi að mynda framherjapar með Alan Shearer. Sutton varð dýrasti leikmaður Bretlands við kaupin og sló í gegn. Shearer og Sutton gátu ekki hætt að skora og fóru fyrir Englandsmeistaraliði Blackburn. Enn er talað um 'SAS' framherjaparið á Ewood Park.Illa heppnuð kaupJon Dahl Tomasson.Nordic Photos/Getty ImagesRonnie Rosenthal til Liverpool á 1 milljón punda árið 1990.Ísraelinn örvfætti mun aldrei gleymast í knattspyrnusögunni af þessari ástæðu hér. Byrjun hans í búningi Liverpool lofaði mjög góðu og í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu skoraði hann þrennu. Tækifæri hans voru af skornum skammti og var Rosenthal mikið notaður sem varamaður. Hann var aðeins 27 sinnum í byrjunarliði Liverpool á fjórum árum hjá félaginuJon Dahl Tomasson til Newcastle á 2.2 milljónir punda árið 1997.Danski framherjinn með íslensku tengslin var keyptur frá hollenska liðinu Heerenveen. Tomasson var hugsaður sem framliggjandi miðjumaður en var færður í stöðu framherja þegar Shearer meiddist og Les Ferdinand var seldur. Tomasson náði sér aldrei á strik á Tyneside enda undir mikilli pressu og entist aðeins eitt tímabil hjá félaginu.Stephane Guivarch til Newcastle á 3.5 milljónir punda 1998.Guivarch var keyptur frá Auxerre í Frakklandi þar sem hann gat ekki hætt að skora. Hann varð heimsmeistari með Frökkum sumarið 1998 og Dalglish leist vel á kauða. Hann skoraði í sínum fyrsta leik gegn Liverpool og allt leit vel út. Skömmu síðar urðu þjálfaraskipti og Dalglish yfirgaf St. James's Park. Ruud Gullit, nýr þjálfari Newcastle, taldi sig hafa lítil not fyrir Guivarch. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir Newcastle og var seldur til Glasgow Rangers.Bjarni Guðjónsson til Newcastle á 500 þúsund pund 1997.Upptalningunni er ekki hægt að ljúka án þess að Íslendingur komi við sögu. Bjarni Guðjónsson vakti athygli Dalglish sem fékk hann til liðs við félagið frá Skagamönnum. Hinn 18 ára bráðefnilegi framherji af Skaganum fékk aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins á hans eina ári hjá félaginu. Hann flutti sig til Genk í Belgíu en lék síðar aftur á Englandi meðal annars undir stjórn föður síns hjá Stoke City. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Kaup Liverpool á Andy Caroll á 35 milljónir punda frá Newcastle hafa líkast til ekki farið framhjá neinum. Þetta er þó langt í frá í fyrsta skipti sem Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool reiðir fram háar fjárhæðir fyrir framherja. Eins og gengur hafa sum kaupin heppnast betur en önnur. Vel heppnuð kaup Peter Beardsley til Liverpool á 1.9 milljónir punda árið 1987 Beardsley kom líkt og Carroll frá Newcastle og varð goðsögn á Anfield Road. Hann er einn fárra leikmanna sem hafa komist upp með að leika fyrir bæði Liverpool liðin. Hann var duglegur að skapa mörk fyrir samherja sína auk þess sem hann skoraði reglulega sjálfur.John Aldridge til Liverpool á 750 þúsund pund árið 1987. Þessi stóri og stæðilegi Íri var keyptur frá Tranmere til að fylla í skarðið sem Ian Rush skyldi eftir við sölu hans til Juventus. Fyrir utan að vera mjög líkur Rush í útliti, báðir með yfirvaraskegg, var hann ekki síður duglegur við að koma boltnanum í net andstæðinganna. Í bikarúrslitaleiknum gegn Wimbledon vorið 1988 varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að láta verja frá sér vítaspyrnu. Leikurinn tapaðist en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að fyrirgefa það. Ian Rush til Liverpool á 2.8 milljónir punda árið 1988. Eftir eins árs veru í svörtum og hvítum búningi Juventus á Ítalíu kom Rush aftur heim til Liverpool. Samkeppnin var öllu harðari nú enda Beardsley og Aldridge að skora reglulega. Auk þess þóttu Rush og Aldridge of líkir leikmenn og voru sjaldan notaðir saman. Smátt og smátt kom Rush sér í liðið og gerði það sem hann kunni best, að skora mörk. Alan Shearer til Blackburn Rovers á 3.5 milljónir punda árið 1992. Öllum að óvörum gekk hinn ungi og efnilegi framherji Southampton til liðs við Blackburn Rovers. Þrátt fyrir áhuga Alex Ferguson á piltinum valdi Shearer að spila undir stjórn Dalglish. Kaupin gerðu Shearer að dýrasta knattspyrnumanni Bretlandseyja. Hann skoraði tvisvar í sínum fyrsta leik og gerði lítið annað á tíma sínum hjá Blackburn. Shearer var aðeins ein af mörgum kaupum Dalglish til Blackburn en vasar Jack Walker eiganda félagsins voru í dýpri kantinum. Kaupin skiluðu árangri og Blackburn urðu Englandsmeistarar vorið 1995. Chris Sutton til Blackburn Rovers á 5 milljónir punda árið 1994. Dalglish keypti Sutton frá Norwich City í þeim tilgangi að mynda framherjapar með Alan Shearer. Sutton varð dýrasti leikmaður Bretlands við kaupin og sló í gegn. Shearer og Sutton gátu ekki hætt að skora og fóru fyrir Englandsmeistaraliði Blackburn. Enn er talað um 'SAS' framherjaparið á Ewood Park.Illa heppnuð kaupJon Dahl Tomasson.Nordic Photos/Getty ImagesRonnie Rosenthal til Liverpool á 1 milljón punda árið 1990.Ísraelinn örvfætti mun aldrei gleymast í knattspyrnusögunni af þessari ástæðu hér. Byrjun hans í búningi Liverpool lofaði mjög góðu og í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu skoraði hann þrennu. Tækifæri hans voru af skornum skammti og var Rosenthal mikið notaður sem varamaður. Hann var aðeins 27 sinnum í byrjunarliði Liverpool á fjórum árum hjá félaginuJon Dahl Tomasson til Newcastle á 2.2 milljónir punda árið 1997.Danski framherjinn með íslensku tengslin var keyptur frá hollenska liðinu Heerenveen. Tomasson var hugsaður sem framliggjandi miðjumaður en var færður í stöðu framherja þegar Shearer meiddist og Les Ferdinand var seldur. Tomasson náði sér aldrei á strik á Tyneside enda undir mikilli pressu og entist aðeins eitt tímabil hjá félaginu.Stephane Guivarch til Newcastle á 3.5 milljónir punda 1998.Guivarch var keyptur frá Auxerre í Frakklandi þar sem hann gat ekki hætt að skora. Hann varð heimsmeistari með Frökkum sumarið 1998 og Dalglish leist vel á kauða. Hann skoraði í sínum fyrsta leik gegn Liverpool og allt leit vel út. Skömmu síðar urðu þjálfaraskipti og Dalglish yfirgaf St. James's Park. Ruud Gullit, nýr þjálfari Newcastle, taldi sig hafa lítil not fyrir Guivarch. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir Newcastle og var seldur til Glasgow Rangers.Bjarni Guðjónsson til Newcastle á 500 þúsund pund 1997.Upptalningunni er ekki hægt að ljúka án þess að Íslendingur komi við sögu. Bjarni Guðjónsson vakti athygli Dalglish sem fékk hann til liðs við félagið frá Skagamönnum. Hinn 18 ára bráðefnilegi framherji af Skaganum fékk aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins á hans eina ári hjá félaginu. Hann flutti sig til Genk í Belgíu en lék síðar aftur á Englandi meðal annars undir stjórn föður síns hjá Stoke City.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira