Sum kaup Dalglish hafa heppnast betur en önnur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2011 13:01 Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos/Getty Images Kaup Liverpool á Andy Caroll á 35 milljónir punda frá Newcastle hafa líkast til ekki farið framhjá neinum. Þetta er þó langt í frá í fyrsta skipti sem Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool reiðir fram háar fjárhæðir fyrir framherja. Eins og gengur hafa sum kaupin heppnast betur en önnur. Vel heppnuð kaup Peter Beardsley til Liverpool á 1.9 milljónir punda árið 1987 Beardsley kom líkt og Carroll frá Newcastle og varð goðsögn á Anfield Road. Hann er einn fárra leikmanna sem hafa komist upp með að leika fyrir bæði Liverpool liðin. Hann var duglegur að skapa mörk fyrir samherja sína auk þess sem hann skoraði reglulega sjálfur.John Aldridge til Liverpool á 750 þúsund pund árið 1987. Þessi stóri og stæðilegi Íri var keyptur frá Tranmere til að fylla í skarðið sem Ian Rush skyldi eftir við sölu hans til Juventus. Fyrir utan að vera mjög líkur Rush í útliti, báðir með yfirvaraskegg, var hann ekki síður duglegur við að koma boltnanum í net andstæðinganna. Í bikarúrslitaleiknum gegn Wimbledon vorið 1988 varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að láta verja frá sér vítaspyrnu. Leikurinn tapaðist en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að fyrirgefa það. Ian Rush til Liverpool á 2.8 milljónir punda árið 1988. Eftir eins árs veru í svörtum og hvítum búningi Juventus á Ítalíu kom Rush aftur heim til Liverpool. Samkeppnin var öllu harðari nú enda Beardsley og Aldridge að skora reglulega. Auk þess þóttu Rush og Aldridge of líkir leikmenn og voru sjaldan notaðir saman. Smátt og smátt kom Rush sér í liðið og gerði það sem hann kunni best, að skora mörk. Alan Shearer til Blackburn Rovers á 3.5 milljónir punda árið 1992. Öllum að óvörum gekk hinn ungi og efnilegi framherji Southampton til liðs við Blackburn Rovers. Þrátt fyrir áhuga Alex Ferguson á piltinum valdi Shearer að spila undir stjórn Dalglish. Kaupin gerðu Shearer að dýrasta knattspyrnumanni Bretlandseyja. Hann skoraði tvisvar í sínum fyrsta leik og gerði lítið annað á tíma sínum hjá Blackburn. Shearer var aðeins ein af mörgum kaupum Dalglish til Blackburn en vasar Jack Walker eiganda félagsins voru í dýpri kantinum. Kaupin skiluðu árangri og Blackburn urðu Englandsmeistarar vorið 1995. Chris Sutton til Blackburn Rovers á 5 milljónir punda árið 1994. Dalglish keypti Sutton frá Norwich City í þeim tilgangi að mynda framherjapar með Alan Shearer. Sutton varð dýrasti leikmaður Bretlands við kaupin og sló í gegn. Shearer og Sutton gátu ekki hætt að skora og fóru fyrir Englandsmeistaraliði Blackburn. Enn er talað um 'SAS' framherjaparið á Ewood Park.Illa heppnuð kaupJon Dahl Tomasson.Nordic Photos/Getty ImagesRonnie Rosenthal til Liverpool á 1 milljón punda árið 1990.Ísraelinn örvfætti mun aldrei gleymast í knattspyrnusögunni af þessari ástæðu hér. Byrjun hans í búningi Liverpool lofaði mjög góðu og í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu skoraði hann þrennu. Tækifæri hans voru af skornum skammti og var Rosenthal mikið notaður sem varamaður. Hann var aðeins 27 sinnum í byrjunarliði Liverpool á fjórum árum hjá félaginuJon Dahl Tomasson til Newcastle á 2.2 milljónir punda árið 1997.Danski framherjinn með íslensku tengslin var keyptur frá hollenska liðinu Heerenveen. Tomasson var hugsaður sem framliggjandi miðjumaður en var færður í stöðu framherja þegar Shearer meiddist og Les Ferdinand var seldur. Tomasson náði sér aldrei á strik á Tyneside enda undir mikilli pressu og entist aðeins eitt tímabil hjá félaginu.Stephane Guivarch til Newcastle á 3.5 milljónir punda 1998.Guivarch var keyptur frá Auxerre í Frakklandi þar sem hann gat ekki hætt að skora. Hann varð heimsmeistari með Frökkum sumarið 1998 og Dalglish leist vel á kauða. Hann skoraði í sínum fyrsta leik gegn Liverpool og allt leit vel út. Skömmu síðar urðu þjálfaraskipti og Dalglish yfirgaf St. James's Park. Ruud Gullit, nýr þjálfari Newcastle, taldi sig hafa lítil not fyrir Guivarch. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir Newcastle og var seldur til Glasgow Rangers.Bjarni Guðjónsson til Newcastle á 500 þúsund pund 1997.Upptalningunni er ekki hægt að ljúka án þess að Íslendingur komi við sögu. Bjarni Guðjónsson vakti athygli Dalglish sem fékk hann til liðs við félagið frá Skagamönnum. Hinn 18 ára bráðefnilegi framherji af Skaganum fékk aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins á hans eina ári hjá félaginu. Hann flutti sig til Genk í Belgíu en lék síðar aftur á Englandi meðal annars undir stjórn föður síns hjá Stoke City. Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Kaup Liverpool á Andy Caroll á 35 milljónir punda frá Newcastle hafa líkast til ekki farið framhjá neinum. Þetta er þó langt í frá í fyrsta skipti sem Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool reiðir fram háar fjárhæðir fyrir framherja. Eins og gengur hafa sum kaupin heppnast betur en önnur. Vel heppnuð kaup Peter Beardsley til Liverpool á 1.9 milljónir punda árið 1987 Beardsley kom líkt og Carroll frá Newcastle og varð goðsögn á Anfield Road. Hann er einn fárra leikmanna sem hafa komist upp með að leika fyrir bæði Liverpool liðin. Hann var duglegur að skapa mörk fyrir samherja sína auk þess sem hann skoraði reglulega sjálfur.John Aldridge til Liverpool á 750 þúsund pund árið 1987. Þessi stóri og stæðilegi Íri var keyptur frá Tranmere til að fylla í skarðið sem Ian Rush skyldi eftir við sölu hans til Juventus. Fyrir utan að vera mjög líkur Rush í útliti, báðir með yfirvaraskegg, var hann ekki síður duglegur við að koma boltnanum í net andstæðinganna. Í bikarúrslitaleiknum gegn Wimbledon vorið 1988 varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögunni til þess að láta verja frá sér vítaspyrnu. Leikurinn tapaðist en stuðningsmenn Liverpool voru fljótir að fyrirgefa það. Ian Rush til Liverpool á 2.8 milljónir punda árið 1988. Eftir eins árs veru í svörtum og hvítum búningi Juventus á Ítalíu kom Rush aftur heim til Liverpool. Samkeppnin var öllu harðari nú enda Beardsley og Aldridge að skora reglulega. Auk þess þóttu Rush og Aldridge of líkir leikmenn og voru sjaldan notaðir saman. Smátt og smátt kom Rush sér í liðið og gerði það sem hann kunni best, að skora mörk. Alan Shearer til Blackburn Rovers á 3.5 milljónir punda árið 1992. Öllum að óvörum gekk hinn ungi og efnilegi framherji Southampton til liðs við Blackburn Rovers. Þrátt fyrir áhuga Alex Ferguson á piltinum valdi Shearer að spila undir stjórn Dalglish. Kaupin gerðu Shearer að dýrasta knattspyrnumanni Bretlandseyja. Hann skoraði tvisvar í sínum fyrsta leik og gerði lítið annað á tíma sínum hjá Blackburn. Shearer var aðeins ein af mörgum kaupum Dalglish til Blackburn en vasar Jack Walker eiganda félagsins voru í dýpri kantinum. Kaupin skiluðu árangri og Blackburn urðu Englandsmeistarar vorið 1995. Chris Sutton til Blackburn Rovers á 5 milljónir punda árið 1994. Dalglish keypti Sutton frá Norwich City í þeim tilgangi að mynda framherjapar með Alan Shearer. Sutton varð dýrasti leikmaður Bretlands við kaupin og sló í gegn. Shearer og Sutton gátu ekki hætt að skora og fóru fyrir Englandsmeistaraliði Blackburn. Enn er talað um 'SAS' framherjaparið á Ewood Park.Illa heppnuð kaupJon Dahl Tomasson.Nordic Photos/Getty ImagesRonnie Rosenthal til Liverpool á 1 milljón punda árið 1990.Ísraelinn örvfætti mun aldrei gleymast í knattspyrnusögunni af þessari ástæðu hér. Byrjun hans í búningi Liverpool lofaði mjög góðu og í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu skoraði hann þrennu. Tækifæri hans voru af skornum skammti og var Rosenthal mikið notaður sem varamaður. Hann var aðeins 27 sinnum í byrjunarliði Liverpool á fjórum árum hjá félaginuJon Dahl Tomasson til Newcastle á 2.2 milljónir punda árið 1997.Danski framherjinn með íslensku tengslin var keyptur frá hollenska liðinu Heerenveen. Tomasson var hugsaður sem framliggjandi miðjumaður en var færður í stöðu framherja þegar Shearer meiddist og Les Ferdinand var seldur. Tomasson náði sér aldrei á strik á Tyneside enda undir mikilli pressu og entist aðeins eitt tímabil hjá félaginu.Stephane Guivarch til Newcastle á 3.5 milljónir punda 1998.Guivarch var keyptur frá Auxerre í Frakklandi þar sem hann gat ekki hætt að skora. Hann varð heimsmeistari með Frökkum sumarið 1998 og Dalglish leist vel á kauða. Hann skoraði í sínum fyrsta leik gegn Liverpool og allt leit vel út. Skömmu síðar urðu þjálfaraskipti og Dalglish yfirgaf St. James's Park. Ruud Gullit, nýr þjálfari Newcastle, taldi sig hafa lítil not fyrir Guivarch. Hann spilaði aðeins fjóra leiki fyrir Newcastle og var seldur til Glasgow Rangers.Bjarni Guðjónsson til Newcastle á 500 þúsund pund 1997.Upptalningunni er ekki hægt að ljúka án þess að Íslendingur komi við sögu. Bjarni Guðjónsson vakti athygli Dalglish sem fékk hann til liðs við félagið frá Skagamönnum. Hinn 18 ára bráðefnilegi framherji af Skaganum fékk aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins á hans eina ári hjá félaginu. Hann flutti sig til Genk í Belgíu en lék síðar aftur á Englandi meðal annars undir stjórn föður síns hjá Stoke City.
Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira