Íslenski boltinn

Gunnlaugur: Úrvalsdeildarliðin refsa

Hjalti Þór Hreinsson í Boganum á Akureyri skrifar
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson. Fréttablaðið
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA, sagði að sitt lið hefði átt að skora meira en eitt mark gegn Grindavík í kvöld. Lokatölur voru 1-2 fyrir suðurnesjaliðið sem er komið áfram í Valitor bikarkeppninni.

"Fyrri hálfleikur gloppóttur en við byrjuðum leikinn illa. Við vorum óöruggir á stöðurnar en unnum okkur inn í leikinn. Við áttum að skora meira en gáfum líka færi á okkur. Þetta sýnir að úrvalsdeildarliðin refsa í svona stöðum," sagði Gunnlaugur.

"Við gerðum leikinn þó spennandi en við erum ekki alveg nógu skynsamir undir lokin. Þetta er ungt lið sem vill mikið, það vill mörk strax, og það vantar smá skynsemi í okkar leik," sagði þjálfarinn sem var ekki alveg sammála blaðamanni að Daniel Howell hafi ekki komist í takt við leikinn.

Howell var frábær gegn ÍR þar sem hann skoraði tvö mörk.

"Ég er ekki alveg sammála, hann vinnur mikið af skallaboltum og tekur mikið til sín. Það vantaði meiri hreyfingu í kringum hann og það var kannski munurinn á sóknarleiknum núna og gegn ÍR. Við nýttum okkur þetta ekki alveg nógu vel," sagði Gunnlaugur.

"En við fengum fínar sóknir og áttum að nýta færin betur. Auðvitað er leiðinlegt að detta úr bikarnum en núna er bara öll einbeiting á deildina," sagði þjálfarinn.


Tengdar fréttir

Ólafur: Heppnir að vera ekki refsað

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld. Hann stóð sjálfur vaktina í vörninni.

Umfjöllun: Bikarhefnd Grindvíkinga á KA

Grindavík er komið í 16-liða úrslit Valitor-bikarsins eftir 1-2 sigur á KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Sanngjörn úrslit í skemmtilegum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×