Enski boltinn

LA Galaxy hefur áhuga á að fá Didier Drogba

Didier Drogba.
Didier Drogba. Getty Images / Nordic Photos
Bandaríska meistaraliðið í fótbolta, LA Glaxay, hefur áhuga á að fá Didier Drogba frá Chelsea til liðsins. Og er honum ætlað að fylla það skarð sem David Beckham skilur eftir sig. Drogba, sem er frá Fílabeinsströndinni, er 33 ára gamall framherji en breskir fjölmiðlar telja að Drogba hafi meiri áhuga á að fá nýjan samning hjá Chelsea.

Drogba vill gera samning til tveggja ára en Chelsea hefur aðeins áhuga á að gera 12 mánaða samning samkvæmt enskum fjölmiðlum.

Talið er að LA Galaxy sé tilbúið að greiða Drogba tæpan milljarð kr. í laun á ári eða sem nemur 19 milljónum kr. á viku. Beckham hefur verið hjá LA Galaxy í fimm ár og hefur hann verið orðaður við Paris SG í Frakklandi.

Rússneska liðið Anzhi hefur einnig sýnt Drogba áhuga og þar eru peningar ekkert vandamál. Samuel Eto'o samdi við rússneska liðið en hann er einn tekjuhæsti fótboltamaður heims – en hann fær um 3 milljarða kr. í laun á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×