Erlent

Bandaríkjamenn fyndnastir, Þjóðverjar reka lestina

Mörgum þykir Bandaríkjamaðurinn Steve Carell afar fyndinn.
Mörgum þykir Bandaríkjamaðurinn Steve Carell afar fyndinn. Mynd/AP
Bandaríkjamenn eru fyndnasta þjóð í heimi ef marka má könnun sem gerð var á samskipta- og stefnumótavefnum www.badoo.com en Þjóðverjar voru hinsvegar kosnir minnst fyndnir allra.

Könnunin var lögð fyrir 30.000 manns frá 15 löndum. Samkvæmt niðurstöðunum trónuðu Bandaríkjamenn efstir, Spánverjar fengu annað sætið og Ítalir það þriðja.

Bretarnir stóðu Bandaríkjunum langt að baki, þrátt fyrir að státa af grínefni á borð við The Office og Monty Python, en þegar kosið var um húmorslausustu þjóðirnar tókst þeim að hreppa fjórða sætið.

Þjóðverjar voru hinsvegar óumdeildir sigurvegarar þegar kosið var um það hvaða þjóð hefði minnstu kímnigáfuna en töluverður munur var á þeim og Rússum, sem hrepptu þar annað sætið.

Þykja þessar niðurstöður staðfesta hugsanir bandaríska rithöfundarins Mark Twain þegar hann lét þau orð falla að þýskur brandari væri ekkert aðhlátursefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×