Enski boltinn

Eiður á bekknum - Torres og Luiz byrja hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður er á kunnuglegum stað í upphafi leiks.
Eiður er á kunnuglegum stað í upphafi leiks.

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Fulham í kvöld er það tekur á móti Chelsea sem Eiður spilaði með hér á árum áður.

Fulham gerir aðeins eina breytingu á sínu liði en Carlos Salcido kemur inn fyrir John Pantsil.

Didier Drogba er nokkuð óvænt á bekknum hjá Chelsea en Fernando Torres, Nicolas Anelka og Florent Malouda byrja allir. Hinn nýi varnarmaður liðsins, David Luiz, er líka í liðinu.

Fulham hefur unnið fimm heimaleiki í röð og getur sett félagsmet með því að vinna sjötta leikinn í röð í kvöld.

Liðin:

Fulham: Schwarzer, Baird, Hughes, Hangeland, Salcido, Duff, Sidwell, Murphy, Dempsey, Johnson, Dembele.

Varamenn: Stockdale, Kelly, Pantsil, Gera, Gudjohnsen, Greening, Davies.

Chelsea: Cech, Ivanovic, David Luiz, Terry, Cole, Ramires, Essien, Lampard, Anelka, Torres, Malouda.

Varamenn: Turnbull, Drogba, Mikel, Ferreira, Kalou, McEachran, Sala.

Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×