Enski boltinn

Liverpool bíður fregna af meiðslum Gerrard

Liverpool mun ekki fá staðfestingu á því hversu alvarleg sýkingin í ökkla Steven Gerrard er fyrr en í dag eða á morgun.

Gerrard gat ekki spilað með gegn WBA vegna sýkingarinnar. Það var eðlilega svekkjandi fyrir fyrirliðann sem er nýkominn af stað eftir langvinn meiðsli.

Hætta er á því að Gerrard geti misst af næstu leikjum sem og vináttulandsleik Englands og Spánar sem fer fram 12. nóvember.

"Ég hef ekki hugmynd um hvað hann verður lengi frá og ætla því ekki að tjá mig frekar fyrr en í ljós kemur hversu alvarleg meiðslin eru," sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×