Enski boltinn

Pavlyuchenko vill komast frá Spurs í janúar

Rússin hefur lítið fagnað upp á síðkastið.
Rússin hefur lítið fagnað upp á síðkastið.
Það hefur legið í loftinu í nokkurn tíma og Roman Pavlyuchenko hefur nú loks staðfest að hann ætli að fara fram á að verða seldur frá Tottenham í janúar.

Rússinn hefur verið hjá Spurs síðan 2008 en aldrei náð að festa sér sess í byrjunarliði félagsins. Hann hefur nú áhyggjur af því að komast ekki í rússneska landsliðið fyrir EM á næsta ári og því verður hann að komast frá Spurs.

"Það er 100 prósent öruggt að ég fari fram á að verða settur á sölulista í desember. Ég kemst ekki á EM nema ég fái að spila eftir áramót," sagði Pavlyuchenko.

"Ég hef gert allt sem ég get hjá Spurs en Redknapp hefur bara ekki trú á mér."

Líklegt er talið að Pavlyuchenko gangi til liðs við félag í heimalandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×