Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Valur Grettisson skrifar 7. janúar 2011 14:17 Vigdís Hauksdóttir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar. Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar.
Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42
Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15
Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28
Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18