Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Valur Grettisson skrifar 7. janúar 2011 14:17 Vigdís Hauksdóttir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar. Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar.
Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42
Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15
Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28
Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18