Ríkisborgararéttur Jóels flækti málin enn frekar - Vigdís vill fund Valur Grettisson skrifar 7. janúar 2011 14:17 Vigdís Hauksdóttir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar. Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í dag eftir því að fulltrúar innanríkisráðuneytisins, sem hafa með ríkisborgaramál að gera, og fulltrúar utanríkisráðuneytisins sem hafa með útgáfu vegabréfa að gera, verði kallaðir fyrir allsherjarnefnd. Ástæðan er frétt Ríkisútvarpsins í gær um hjónin Einar Þór Færseth og Helgu Sveinsdóttur, sem eignuðust barn út í Indlandi með aðstoð staðgöngumóður, en þau eru enn föst í Indlandi vegna málsins. Þau hafa verið úti í um þrjá mánuði. Þau lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands í fyrstu. Alþingi hjó svo á hnútinn um jólin er það veitti drengnum Jóel íslenskan ríkisborgararétt. Það hefur þó ekki nægt því Jóel er enn vegabréfalaus. Einar vonaðist til þess að geta komist heim fyrir jólin en faðir Einars lést og var jarðsunginn í stuttu fyrir jól. Einar er verulega vonsvikin yfir þeim flækjum sem fjölskyldan hefur þolað undanfarið. Honum þótti sárt að hafa ekki komist í jarðarför föður síns. Í fundarboðinu segir Vigdís innanríkisráðherra hafa sett ofan í við allsherjarnefnd vegna veitingar ríkisborgararéttar Jóels. Hún segir að í aðdraganda þess máls, fyrir þinglok í desember, vöruðu fulltrúar dómsmálaráðuneytisins allsherjarnefnd við að leggja það til við Alþingi að veita þessu barni ríkisborgararétt á grundvelli samkomulags sem unnið er að í samvinnu við Evrópusambandsríkin um málefni er snúa að staðgöngumæðrun á Indlandi. Vigdís segir fulltrúa ráðuneytisins hafa bent á að með því að veita indversku barni, sem ætti indverska foreldra að lögum, íslenskan ríkisborgararétt myndi slíkt flækja málin enn frekar en orðið var. Það hefur nú komið á daginn. Foreldrar Jóels þurfa hugsanlega að takast á við indverska ríkið í réttarsölum þar í landi. „Ábyrgð meirihluta allsherjarnefndar er mikil og því er kallað eftir þessum fundi nú," segir í fundarboði Vigdísar.
Tengdar fréttir Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42 Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15 Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28 Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt. 18. desember 2010 15:42
Yndisleg tilfinning að vera á heimleið „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum,“ segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. 20. desember 2010 08:15
Missti af jarðarför föður síns vegna lagaflækja „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,“ segir Einar Þór Færseth, sem er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, úti í Indlandi, en fram kom í Fréttablaðinu síðustu helgi að þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngumóður. 23. desember 2010 16:28
Alþingi samþykkti 43 nýja íslenska ríkisborgara Fundum Alþingis var frestað í dag til 17. janúar. Síðasta mál á dagskrá Alþingis var að samþykkja frumvarp Alþingis um ríkisborgararétt fyrir 43 einstaklinga. Eftirtaldir aðilar fengu ríkisborgararétt: 18. desember 2010 15:18