Yndisleg tilfinning að vera á heimleið 20. desember 2010 08:15 „Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum," segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardag eignuðust hjónin hann með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi, en lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands. Alþingi hjó svo á hnútinn er það veitti Jóel íslenskan ríkisborgararétt á laugardag og er fjölskyldunni því fátt að vanbúnaði. „Við eigum enn eftir að fá vegabréfið en trúum ekki öðru en að nú sé málið loks í höfn og við bíðum spennt eftir að koma heim." Helga segir óvíst hvenær þau komi heim, en þau vonist til þess að það geti orðið fyrir jól. Jóel litli hafi það annars mjög gott. „Hann dafnar vel og er hraustur og sprækur." Ástæðan fyrir því að erfiðlega gekk að fá leyst úr málum þeirra Helgu og Einars er ákveðið lagalegt tómarúm hér á landi um staðgöngumæðrun. Samkvæmt lögum er staðgöngumæðrun bönnuð hér á landi en ekkert í indverskum lögum bannar slíkt. Þau leituðu því á náðir alþingismanna, sem veittu málinu loks brautargengi og veittu Jóel ríkisborgararétt ásamt 42 öðrum. Þingsályktunartillaga sextán þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki liggur nú fyrir á Alþingi en þar er kallað eftir lagasetningu um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimiluð. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Þetta er alveg yndisleg tilfinning eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Þetta er búið að ganga svo brösuglega að við erum alveg í skýjunum," segir Helga Sveinsdóttir í samtali við Fréttablaðið, en hún er nú farin að huga að heimferð frá Mumbai í Indlandi ásamt manni sínum, Einari Þór Færseth, og Jóel, fimm vikna gömlum syni þeirra. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á laugardag eignuðust hjónin hann með aðstoð staðgöngumóður á Indlandi, en lentu í miklum vandræðum með að fá drenginn viðurkenndan sem íslenskan ríkisborgara og komust því ekki með hann heim til Íslands. Alþingi hjó svo á hnútinn er það veitti Jóel íslenskan ríkisborgararétt á laugardag og er fjölskyldunni því fátt að vanbúnaði. „Við eigum enn eftir að fá vegabréfið en trúum ekki öðru en að nú sé málið loks í höfn og við bíðum spennt eftir að koma heim." Helga segir óvíst hvenær þau komi heim, en þau vonist til þess að það geti orðið fyrir jól. Jóel litli hafi það annars mjög gott. „Hann dafnar vel og er hraustur og sprækur." Ástæðan fyrir því að erfiðlega gekk að fá leyst úr málum þeirra Helgu og Einars er ákveðið lagalegt tómarúm hér á landi um staðgöngumæðrun. Samkvæmt lögum er staðgöngumæðrun bönnuð hér á landi en ekkert í indverskum lögum bannar slíkt. Þau leituðu því á náðir alþingismanna, sem veittu málinu loks brautargengi og veittu Jóel ríkisborgararétt ásamt 42 öðrum. Þingsályktunartillaga sextán þingmanna úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki liggur nú fyrir á Alþingi en þar er kallað eftir lagasetningu um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði heimiluð. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira