Umfjöllun: Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 14:39 Mynd/Valli Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn. Leikurinn hófst með miklum látum en strax eftir um 30 sekúndna leik komumst heimamenn í algjört dauðafæri. Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, slapp einn í gegnum vörn Framar og náði prýðisskoti að marki Framara, en Ögmundur var vel á varðbergi og varði skotið. Þessi byrjun gaf heldur betur tóninn fyrir bæði lið og því var fyrri hálfleikur virkilega opin. Á 24. mínútu fengu Fylkismenn algjört dauðafæri þegar Jóhann Þórhallsson skallaði boltann rétt framhjá eftir frábæra fyrirgjöf frá Tómasi J. Þorsteinssyni. Á þessum tíma voru bæði lið virkilega spræk og líklega til þess að skora mark. Tíu mínútum síðar varð mikill darraðardans upp við mark Fylkismanna. Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Fram, fékk virkilega góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis, kom góðu skoti framhjá Fjalari í markinu en boltinn hafnaði í stönginni. Þaðan rann boltinn aftur út í teig en Valur Fannar Gíslason ,leikmaður Fylkis, náðu að hreinsa boltann út úr teignum og bægja hættunni frá. Eftir þetta atvik róaðist leikurinn nokkuð og staðan var því 0-0 í hálfleik. Leikurinn var opinn og líkur á mörkum í síðari hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ívið rólegri en sá fyrri en Framarar voru samt sem áður líklegri aðilinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum kom fyrsta færi síðari hálfleiksins, en skot Jón Guðna Fjólusonar, leikmanns Fram, fór rétt fyrir markið. Heimamenn áttu líklega besta færi síðari hálfleiksins, en það gerðist á 66. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson náði virkilega góðu skoti á markið sem hafnaði í stönginni, þaðan fór boltinn aftur út í teig þar sem Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fylkis, var mættur til að hirða frákastið en skot hans hafnaði í varnarmanni Framara. Fátt annað markvert gerðist í síðari hálfleiknum og því lauk honum með markalausu jafntefli. Fyrstu stig Fram í sumar því komin í hús en bæði lið þurfa samt sem áður að bæta sinn leik fyrir næstu umferð. Fylkir 0 – 0 Fram - Tölfræðin í leiknum Áhorfendur: 1242 Dómari: Magnús Þórisson - 7 Skot (á mark): 8 - 14 (4-8) Varin skot: Fjalar 8– 4 Ögmundur Horn: 5 –6 Aukaspyrnur fengnar: 10 – 11 Rangstöður: 0- 2 Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 5 Baldur Bett 5 ( 46. Oddur Ingi Guðmundsson 5 ) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 ( 62. Rúrik Andri Þorfinnsson -5) (83. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Jóhann Þórhallsson 6 Albert Brynjar Ingason 5 Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 6 Daði Guðmundsson 5 Jón Orri Ólafsson 7 *maður leiksins Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðmundur Magnússon 5 ( 67. Andri Júlíusson 5 ) Almarr Ormarsson 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (80. Tómas Leifsson - ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn. Leikurinn hófst með miklum látum en strax eftir um 30 sekúndna leik komumst heimamenn í algjört dauðafæri. Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, slapp einn í gegnum vörn Framar og náði prýðisskoti að marki Framara, en Ögmundur var vel á varðbergi og varði skotið. Þessi byrjun gaf heldur betur tóninn fyrir bæði lið og því var fyrri hálfleikur virkilega opin. Á 24. mínútu fengu Fylkismenn algjört dauðafæri þegar Jóhann Þórhallsson skallaði boltann rétt framhjá eftir frábæra fyrirgjöf frá Tómasi J. Þorsteinssyni. Á þessum tíma voru bæði lið virkilega spræk og líklega til þess að skora mark. Tíu mínútum síðar varð mikill darraðardans upp við mark Fylkismanna. Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Fram, fékk virkilega góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis, kom góðu skoti framhjá Fjalari í markinu en boltinn hafnaði í stönginni. Þaðan rann boltinn aftur út í teig en Valur Fannar Gíslason ,leikmaður Fylkis, náðu að hreinsa boltann út úr teignum og bægja hættunni frá. Eftir þetta atvik róaðist leikurinn nokkuð og staðan var því 0-0 í hálfleik. Leikurinn var opinn og líkur á mörkum í síðari hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ívið rólegri en sá fyrri en Framarar voru samt sem áður líklegri aðilinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum kom fyrsta færi síðari hálfleiksins, en skot Jón Guðna Fjólusonar, leikmanns Fram, fór rétt fyrir markið. Heimamenn áttu líklega besta færi síðari hálfleiksins, en það gerðist á 66. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson náði virkilega góðu skoti á markið sem hafnaði í stönginni, þaðan fór boltinn aftur út í teig þar sem Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fylkis, var mættur til að hirða frákastið en skot hans hafnaði í varnarmanni Framara. Fátt annað markvert gerðist í síðari hálfleiknum og því lauk honum með markalausu jafntefli. Fyrstu stig Fram í sumar því komin í hús en bæði lið þurfa samt sem áður að bæta sinn leik fyrir næstu umferð. Fylkir 0 – 0 Fram - Tölfræðin í leiknum Áhorfendur: 1242 Dómari: Magnús Þórisson - 7 Skot (á mark): 8 - 14 (4-8) Varin skot: Fjalar 8– 4 Ögmundur Horn: 5 –6 Aukaspyrnur fengnar: 10 – 11 Rangstöður: 0- 2 Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 5 Baldur Bett 5 ( 46. Oddur Ingi Guðmundsson 5 ) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 ( 62. Rúrik Andri Þorfinnsson -5) (83. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Jóhann Þórhallsson 6 Albert Brynjar Ingason 5 Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 6 Daði Guðmundsson 5 Jón Orri Ólafsson 7 *maður leiksins Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðmundur Magnússon 5 ( 67. Andri Júlíusson 5 ) Almarr Ormarsson 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (80. Tómas Leifsson - )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira