Umfjöllun: Fylkir og Fram gerðu markalaust jafntefli Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 14:39 Mynd/Valli Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn. Leikurinn hófst með miklum látum en strax eftir um 30 sekúndna leik komumst heimamenn í algjört dauðafæri. Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, slapp einn í gegnum vörn Framar og náði prýðisskoti að marki Framara, en Ögmundur var vel á varðbergi og varði skotið. Þessi byrjun gaf heldur betur tóninn fyrir bæði lið og því var fyrri hálfleikur virkilega opin. Á 24. mínútu fengu Fylkismenn algjört dauðafæri þegar Jóhann Þórhallsson skallaði boltann rétt framhjá eftir frábæra fyrirgjöf frá Tómasi J. Þorsteinssyni. Á þessum tíma voru bæði lið virkilega spræk og líklega til þess að skora mark. Tíu mínútum síðar varð mikill darraðardans upp við mark Fylkismanna. Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Fram, fékk virkilega góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis, kom góðu skoti framhjá Fjalari í markinu en boltinn hafnaði í stönginni. Þaðan rann boltinn aftur út í teig en Valur Fannar Gíslason ,leikmaður Fylkis, náðu að hreinsa boltann út úr teignum og bægja hættunni frá. Eftir þetta atvik róaðist leikurinn nokkuð og staðan var því 0-0 í hálfleik. Leikurinn var opinn og líkur á mörkum í síðari hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ívið rólegri en sá fyrri en Framarar voru samt sem áður líklegri aðilinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum kom fyrsta færi síðari hálfleiksins, en skot Jón Guðna Fjólusonar, leikmanns Fram, fór rétt fyrir markið. Heimamenn áttu líklega besta færi síðari hálfleiksins, en það gerðist á 66. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson náði virkilega góðu skoti á markið sem hafnaði í stönginni, þaðan fór boltinn aftur út í teig þar sem Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fylkis, var mættur til að hirða frákastið en skot hans hafnaði í varnarmanni Framara. Fátt annað markvert gerðist í síðari hálfleiknum og því lauk honum með markalausu jafntefli. Fyrstu stig Fram í sumar því komin í hús en bæði lið þurfa samt sem áður að bæta sinn leik fyrir næstu umferð. Fylkir 0 – 0 Fram - Tölfræðin í leiknum Áhorfendur: 1242 Dómari: Magnús Þórisson - 7 Skot (á mark): 8 - 14 (4-8) Varin skot: Fjalar 8– 4 Ögmundur Horn: 5 –6 Aukaspyrnur fengnar: 10 – 11 Rangstöður: 0- 2 Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 5 Baldur Bett 5 ( 46. Oddur Ingi Guðmundsson 5 ) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 ( 62. Rúrik Andri Þorfinnsson -5) (83. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Jóhann Þórhallsson 6 Albert Brynjar Ingason 5 Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 6 Daði Guðmundsson 5 Jón Orri Ólafsson 7 *maður leiksins Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðmundur Magnússon 5 ( 67. Andri Júlíusson 5 ) Almarr Ormarsson 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (80. Tómas Leifsson - ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Það var lítið um flugelda í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tók á móti Fram í þriðju umferð Pepsi-deilar karla, en leiknum lauk með 0-0 jafntefli. Bæði lið fengu sín tækifæri í leiknum en allt kom fyrir ekki og því niðurstaðan sanngjörn. Leikurinn hófst með miklum látum en strax eftir um 30 sekúndna leik komumst heimamenn í algjört dauðafæri. Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis, slapp einn í gegnum vörn Framar og náði prýðisskoti að marki Framara, en Ögmundur var vel á varðbergi og varði skotið. Þessi byrjun gaf heldur betur tóninn fyrir bæði lið og því var fyrri hálfleikur virkilega opin. Á 24. mínútu fengu Fylkismenn algjört dauðafæri þegar Jóhann Þórhallsson skallaði boltann rétt framhjá eftir frábæra fyrirgjöf frá Tómasi J. Þorsteinssyni. Á þessum tíma voru bæði lið virkilega spræk og líklega til þess að skora mark. Tíu mínútum síðar varð mikill darraðardans upp við mark Fylkismanna. Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Fram, fékk virkilega góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis, kom góðu skoti framhjá Fjalari í markinu en boltinn hafnaði í stönginni. Þaðan rann boltinn aftur út í teig en Valur Fannar Gíslason ,leikmaður Fylkis, náðu að hreinsa boltann út úr teignum og bægja hættunni frá. Eftir þetta atvik róaðist leikurinn nokkuð og staðan var því 0-0 í hálfleik. Leikurinn var opinn og líkur á mörkum í síðari hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ívið rólegri en sá fyrri en Framarar voru samt sem áður líklegri aðilinn. Þegar um hálftími var eftir af leiknum kom fyrsta færi síðari hálfleiksins, en skot Jón Guðna Fjólusonar, leikmanns Fram, fór rétt fyrir markið. Heimamenn áttu líklega besta færi síðari hálfleiksins, en það gerðist á 66. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson náði virkilega góðu skoti á markið sem hafnaði í stönginni, þaðan fór boltinn aftur út í teig þar sem Valur Fannar Gíslason, leikmaður Fylkis, var mættur til að hirða frákastið en skot hans hafnaði í varnarmanni Framara. Fátt annað markvert gerðist í síðari hálfleiknum og því lauk honum með markalausu jafntefli. Fyrstu stig Fram í sumar því komin í hús en bæði lið þurfa samt sem áður að bæta sinn leik fyrir næstu umferð. Fylkir 0 – 0 Fram - Tölfræðin í leiknum Áhorfendur: 1242 Dómari: Magnús Þórisson - 7 Skot (á mark): 8 - 14 (4-8) Varin skot: Fjalar 8– 4 Ögmundur Horn: 5 –6 Aukaspyrnur fengnar: 10 – 11 Rangstöður: 0- 2 Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 7 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Valur Fannar Gíslason 6 Tómas Þorsteinsson 5 Baldur Bett 5 ( 46. Oddur Ingi Guðmundsson 5 ) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóhannesson 6 Ingimundur Níels Óskarsson 6 ( 62. Rúrik Andri Þorfinnsson -5) (83. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Jóhann Þórhallsson 6 Albert Brynjar Ingason 5 Fram (4-3-3) Ögmundur Kristinsson 6 Daði Guðmundsson 5 Jón Orri Ólafsson 7 *maður leiksins Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 6 Jón Guðni Fjóluson 6 Halldór Hermann Jónsson 6 Kristinn Ingi Halldórsson 6 Guðmundur Magnússon 5 ( 67. Andri Júlíusson 5 ) Almarr Ormarsson 6 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 5 (80. Tómas Leifsson - )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn