Umfjöllun: Varamaðurinn tryggði KR dramatískan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Nettóvellinum skrifar 22. september 2011 15:10 Aron Bjarki Jóesepsson. Mynd/Anton Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir aðeins 47 sekúndur en Baldur Sigurðsson var aðeins rétt rúmar tíu mínútur að jafna metin. Baldur kom svo KR yfir snemma í síðari hálfleik og var forystan sanngjörn. En á síðasta hálftímanum fóru Keflvíkingar aftur í gang og jöfnuðu metin með marki Magnúsar Þóris Matthíassonar á 81. mínútu. Allt útlit var fyrir jafntefli þar til að Aron Bjarki skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Keflvíkingar eru því enn ekki lausir við falldrauginn en þeir eiga mikilvægan leik gegn Víkingum á sunnudaginn. KR leikur á sama tíma við Fylki og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Aðeins 47 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn komust skyndilega yfir. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og komust í sókn þar sem að Hilmar Geir Eiðsson gaf fyrir frá hægri, beint á kollinn á Frans sem skoraði af stuttu færi. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komnir í gang en þeir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu og tóku völdin í leiknum, hægt og rólega. Þeir voru ekki nema rúmlega tíu mínútur að jafna metin. Baldur Sigurðsson gerði það með þrumufleyg utan vítateigs en hann fékk bæði tíma og pláss til að athafna sig. Bæði lið fengu dauðafæri á næstu tveimur mínútum en eftir það færðist meiri ró yfir leikinn. Keflvíkingar duttu aftur og KR-ingar tóku að stjórna leiknum. Gestirnir sóttu grimmt upp kantana og hinir ungu bakverðir Keflvíkinga voru oft í stökustu vandræðum. Þó svo að boltinn hafi ósjaldan rataði inn í teig heimamanna var lítið um alvöru færi. Kjartan Henry fékk bestu færin en náði ekki að gera sér mat úr þeim. KR-ingar bættu enn í kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 51. mínútu. Baldur var þar aftur af verki en í þetta sinn eftir einkar laglegan undirbúning Kjartans Henry, sem fór illa með Viktor Smára Hafsteinsson, bakvörðinn unga í liði Keflavíkur. Baldur fékk svo tvö góð færi til viðbótar til að fullkomna þrennuna og gera út um leikinn. En þess í stað hleyptu KR-ingar heimamönnum aftur inn í leikinn og uppskáru jöfnunarmark þegar níu mínútur voru til leiksloka. Magnús Þórir gerði það af stuttu færi eftir að Hannes Þór Hannesson, markvörður KR, náði ekki að halda nokkuð saklausu skoti Guðmundar Steinarssonar. Það voru því fáir sem fögnuðu meira en Hannes Þór þegar að Aron Bjarki tryggði sigurinn í uppbótartíma. Hann var búinn að vera inn á vellinum í tíu mínútur þegar markið kom og var það viðeigandi að Bjarni Guðjónsson, sem átti líka þátt í fyrra marki Baldurs, hafi átt stoðsendinguna í sigurmarkinu. Bjarni tók hnitmiðaða hornspyrnu, beint á kollinn á Aron Bjarka sem stangaði knöttinn í netið á nærstönginni. KR-ingar sýndu oft á köflum lipra takta og spiluðu vel. Þeir féllu þó í þá gryfju að láta ekki kné fylgja kviði og gengu Keflvíkingar á lagið með sinni alkunnu baráttu og seiglu. Það dugði þó ekki til í þetta skiptið, því miður fyrir heimamenn og keppinauta KR um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.Keflavík – KR 2-3 Dómari: Erlendur Eiríksson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 7–19 (3-7) Varin skot: Ómar 4 – Hannes Þór 1 Hornspyrnur: 0–11 Aukaspyrnur fengnar: 8–9 Rangstöður: 3–5 Hér fyrir neðan má ská textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir aðeins 47 sekúndur en Baldur Sigurðsson var aðeins rétt rúmar tíu mínútur að jafna metin. Baldur kom svo KR yfir snemma í síðari hálfleik og var forystan sanngjörn. En á síðasta hálftímanum fóru Keflvíkingar aftur í gang og jöfnuðu metin með marki Magnúsar Þóris Matthíassonar á 81. mínútu. Allt útlit var fyrir jafntefli þar til að Aron Bjarki skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Keflvíkingar eru því enn ekki lausir við falldrauginn en þeir eiga mikilvægan leik gegn Víkingum á sunnudaginn. KR leikur á sama tíma við Fylki og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Aðeins 47 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn komust skyndilega yfir. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og komust í sókn þar sem að Hilmar Geir Eiðsson gaf fyrir frá hægri, beint á kollinn á Frans sem skoraði af stuttu færi. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komnir í gang en þeir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu og tóku völdin í leiknum, hægt og rólega. Þeir voru ekki nema rúmlega tíu mínútur að jafna metin. Baldur Sigurðsson gerði það með þrumufleyg utan vítateigs en hann fékk bæði tíma og pláss til að athafna sig. Bæði lið fengu dauðafæri á næstu tveimur mínútum en eftir það færðist meiri ró yfir leikinn. Keflvíkingar duttu aftur og KR-ingar tóku að stjórna leiknum. Gestirnir sóttu grimmt upp kantana og hinir ungu bakverðir Keflvíkinga voru oft í stökustu vandræðum. Þó svo að boltinn hafi ósjaldan rataði inn í teig heimamanna var lítið um alvöru færi. Kjartan Henry fékk bestu færin en náði ekki að gera sér mat úr þeim. KR-ingar bættu enn í kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 51. mínútu. Baldur var þar aftur af verki en í þetta sinn eftir einkar laglegan undirbúning Kjartans Henry, sem fór illa með Viktor Smára Hafsteinsson, bakvörðinn unga í liði Keflavíkur. Baldur fékk svo tvö góð færi til viðbótar til að fullkomna þrennuna og gera út um leikinn. En þess í stað hleyptu KR-ingar heimamönnum aftur inn í leikinn og uppskáru jöfnunarmark þegar níu mínútur voru til leiksloka. Magnús Þórir gerði það af stuttu færi eftir að Hannes Þór Hannesson, markvörður KR, náði ekki að halda nokkuð saklausu skoti Guðmundar Steinarssonar. Það voru því fáir sem fögnuðu meira en Hannes Þór þegar að Aron Bjarki tryggði sigurinn í uppbótartíma. Hann var búinn að vera inn á vellinum í tíu mínútur þegar markið kom og var það viðeigandi að Bjarni Guðjónsson, sem átti líka þátt í fyrra marki Baldurs, hafi átt stoðsendinguna í sigurmarkinu. Bjarni tók hnitmiðaða hornspyrnu, beint á kollinn á Aron Bjarka sem stangaði knöttinn í netið á nærstönginni. KR-ingar sýndu oft á köflum lipra takta og spiluðu vel. Þeir féllu þó í þá gryfju að láta ekki kné fylgja kviði og gengu Keflvíkingar á lagið með sinni alkunnu baráttu og seiglu. Það dugði þó ekki til í þetta skiptið, því miður fyrir heimamenn og keppinauta KR um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.Keflavík – KR 2-3 Dómari: Erlendur Eiríksson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 7–19 (3-7) Varin skot: Ómar 4 – Hannes Þór 1 Hornspyrnur: 0–11 Aukaspyrnur fengnar: 8–9 Rangstöður: 3–5 Hér fyrir neðan má ská textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira