Enski boltinn

Nær Man. Utd. að krækja í Mario Götze?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Götze býr sig undir að leggja boltann í netið gegn Brasilíu.
Götze býr sig undir að leggja boltann í netið gegn Brasilíu. Mynd./ Getty Images
Nú er það orðið ljóst að Manchester United mun ekki ná að klófesta Wesley Sneijder frá Inter Milan fyrir lok félagskiptagluggans, en sú saga er á kreiki að félagið ætli sér að krækja í þýska ungstirnið, Mario Götze, frá Borussia Dortmund.

Þessi 19 ára miðjumaður hefur gjörsamlega sprungið út að undanförnu og þykir eitt mesta efnið í knattspyrnuheiminum í dag.

Útsendari frá Man. Utd. mun hafa verið í áhorfendastúkunni til að fylgjast með Götze þegar Þjóðverjar tóku á móti Brasilíu í æfingaleik á dögunum.

Götze átti stórleik þar sem hann skoraði eitt mark og sýndi takta á heimsmælikvarða í leiknum. Samkvæmt enskum fjölmiðlum þurfa ensku meistararnir að greiða 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×