Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2011 09:00 Alex Ferguson og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty „Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt. Pistillinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki. Kollegi hans hjá Liverpool, Kenny Dalglish, hafði á þessum tíma litlar áhyggjur af United sem keppinauti. Sálfræðistríð við Ferguson var óþarft og fyrir neðan hans virðingu. Með dóttur sína í fanginu gerði hann grín að Ferguson: „Þið fengjuð skynsamlegri svör frá sex vikna dóttur minni, henni Lauren.“ Kenny Dalglish, kóngurinn í Liverpool, hefur gert lítið úr mikilvægi leiks dagsins gegn United. Þrjú stig séu í boði eins og venjulega. Einvígi Dalglish og Ferguson á sér þó svo langa sögu að óhætt er að fullyrða að meira sé undir en stigin þrjú. Allt frá því Ferguson, þáverandi landsliðsþjálfari Skota, sakaði Dalglish, helstu stjörnu Skota, um að gera sér upp meiðsli til að sleppa við HM 1986 hefur andað köldu milli Skotanna. Ekki bætti úr skák þegar Roy Keane tilkynnti öskuillum Dalglish að hann ætlaði að ganga til liðs við United en ekki Blackburn árið 1993. Keane hafði samið munnlega við Blackburn og aðeins átti eftir að skrifa undir þegar Ferguson hringdi óvænt í Keane og fékk hann til þess að skipta um skoðun. Síðast sauð upp úr milli Dalglish og Ferguson að loknum leik United gegn Benfica í Meistaradeildinni í september. Þar var reyndar á ferðinni fréttamaðurinn Kelly Dalglish, dóttir kóngsins, sem vafalítið frétti af atvikinu. „Mesta áskorun mín var að fella Liverpool af helvítis stallinum,“ sagði Ferguson í viðtali árið 2002. Hann fer ekki leynt með þá skoðun sína að leikirnir séu stærstu leikir ársins í enska boltanum. Því geta fáir mótmælt.
Pistillinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira