Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Hans Steinar Bjarnason skrifar 5. september 2011 07:00 Ólafur Jóhannesson lýkur fljótlega störfum hjá KSÍ og á meðan leita forkólfar sambandsins að arftaka hans.fréttablaðið/anton Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6 Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira