Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Hans Steinar Bjarnason skrifar 5. september 2011 07:00 Ólafur Jóhannesson lýkur fljótlega störfum hjá KSÍ og á meðan leita forkólfar sambandsins að arftaka hans.fréttablaðið/anton Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6 Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira