Íslenski boltinn

Blysmönnum mögulega refsað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mjölnismenn létu mikið fyrir sér fara á bikarúrslitunum.
Mjölnismenn létu mikið fyrir sér fara á bikarúrslitunum. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir
Þór frá Akureyri var í gær sektað um 35 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins á bikarúrslitaleiknum gegn KR um helgina en kveikt var á blysum í stúkunni.

„Við erum afar ósáttir við þá sem kveiktu á blysunum,“ sagði Unnsteinn Einar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir þetta en það tókst samt ekki.“

Hann segir að til greina komi að banna viðkomandi að koma á heimaleiki Þórs. „Við þurfum að taka afstöðu til þess en það væri rökrétt að gera eitthvað slíkt. Við þurfum að stoppa þessa hegðun.“

Hann segist vita hverjir eiga í hlut. „Einn var tekinn af lögreglu á staðnum og fær væntanlega sekt. Mjölnismenn hafa verið mjög öflugir í sumar og eru í baráttu um stuðningsmannaverðlaunin. Þetta gæti skemmt fyrir þeim möguleikum en við vitum að þeir sem gerðust brotlegir eru ekki í þeim hópi sem kom frá Akureyri á leikinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×