Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin 4. ágúst 2011 07:45 Blómahafið og aðrir munir sem settir höfðu verið á torg fyrir framan dómkirkjuna í Ósló voru fjarlægðir í gær. Bréf og kort verða varðveitt. Mynd/AP Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira