Kristinn Steindórsson: Rölti bara um völlinn og þefa af honum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2011 07:00 Kristinn Steindórsson í baráttu við KR-ingana Bjarna Guðjónsson og Grétar Sigfinn Sigurðarson Fréttablaðið/Valli Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn. „Ég mæti á völlinn, tek hálftíma í öðrum teignum og svo hálftíma í hinum. Síðan dvel ég aðeins inni á miðjunni og rölti svo bara um völlinn og þefa af honum," segir Kristinn í léttum tón. Blikar fóru fýluferð vestur á Ísafjörð í síðustu viku þar sem liðið datt út úr Valitor-bikarnum gegn BÍ/Bolungarvík. Úrslitin vöktu mikla athygli og voru mikil vonbrigði fyrir Blika. „Þetta var ekki alveg það sem við bjuggumst við. Við tókum fimmtudagskvöldið og svo föstudaginn fram að æfingu í að jafna okkur. Svo ræddum við saman og ákváðum að gleyma þeim leik. Það þýddi ekkert að staldra við, því það var leikur framundan gegn Keflavík. Við gíruðum okkur upp í þann leik, komum hópnum saman og náðum flottum úrslitum," segir Kristinn. Blikar hafa verið í þjónustu hjá Capacent síðustu tvö tímabil. Laugardaginn fyrir leikinn gegn Keflavík var hópeflisstund með fulltrúum fyrirtækisins. „Við fórum í létta leiki og fengum hópinn til þess að vinna saman. Þetta snýst bara um að fá menn til þess að hugsa og tala saman. Gera eitthvað annað en að vera bara á æfingum," segir markahrókurinn. Kristinn hefur fagnað mörkum sínum í sumar með einkennilegri handahreyfingu. Hann kallar fagnið „Svaninn" sem hafi upphaflega verið refsing eftir að hann tapaði fyrir vini sínum, Arnari Hólm Einarssyni leikmanni Álftaness, í ballskák. „Það var ákveðið að sigurvegarinn fengi að velja fagnaðarlæti fyrir hinn í fyrsta leik. Hann vann þannig að ég þurfti að taka fagnið þá. Einhverra hluta vegna hélt ég þessu áfram, það var að ganga vel þannig að ég sé enga ástæðu til að breyta," segir Kristinn. Kristinn er langmarkahæstur í deildinni og telur sig alveg geta orðið markakóngur. „Ég ætti að geta náð því en ég er ekkert að hugsa sérstaklega um það. Liðið þarf bara að ná í fleiri stig og komast ofar í töflunni," segir Kristinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Kristinn Steindórsson, besti leikmaður 8.umferðar Pepsi-deilar karla að mati Fréttablaðsins, hefur farið á kostum með Breiðabliki í deildinni í sumar og skorað átta mörk eða mark að meðaltali í leik. Öll mörkin hafa komið á heimavelli en Kristinn kann vel við sig á vellinum enda starfar hann þar. Hann segist vera í nánum tengslum við völlinn. „Ég mæti á völlinn, tek hálftíma í öðrum teignum og svo hálftíma í hinum. Síðan dvel ég aðeins inni á miðjunni og rölti svo bara um völlinn og þefa af honum," segir Kristinn í léttum tón. Blikar fóru fýluferð vestur á Ísafjörð í síðustu viku þar sem liðið datt út úr Valitor-bikarnum gegn BÍ/Bolungarvík. Úrslitin vöktu mikla athygli og voru mikil vonbrigði fyrir Blika. „Þetta var ekki alveg það sem við bjuggumst við. Við tókum fimmtudagskvöldið og svo föstudaginn fram að æfingu í að jafna okkur. Svo ræddum við saman og ákváðum að gleyma þeim leik. Það þýddi ekkert að staldra við, því það var leikur framundan gegn Keflavík. Við gíruðum okkur upp í þann leik, komum hópnum saman og náðum flottum úrslitum," segir Kristinn. Blikar hafa verið í þjónustu hjá Capacent síðustu tvö tímabil. Laugardaginn fyrir leikinn gegn Keflavík var hópeflisstund með fulltrúum fyrirtækisins. „Við fórum í létta leiki og fengum hópinn til þess að vinna saman. Þetta snýst bara um að fá menn til þess að hugsa og tala saman. Gera eitthvað annað en að vera bara á æfingum," segir markahrókurinn. Kristinn hefur fagnað mörkum sínum í sumar með einkennilegri handahreyfingu. Hann kallar fagnið „Svaninn" sem hafi upphaflega verið refsing eftir að hann tapaði fyrir vini sínum, Arnari Hólm Einarssyni leikmanni Álftaness, í ballskák. „Það var ákveðið að sigurvegarinn fengi að velja fagnaðarlæti fyrir hinn í fyrsta leik. Hann vann þannig að ég þurfti að taka fagnið þá. Einhverra hluta vegna hélt ég þessu áfram, það var að ganga vel þannig að ég sé enga ástæðu til að breyta," segir Kristinn. Kristinn er langmarkahæstur í deildinni og telur sig alveg geta orðið markakóngur. „Ég ætti að geta náð því en ég er ekkert að hugsa sérstaklega um það. Liðið þarf bara að ná í fleiri stig og komast ofar í töflunni," segir Kristinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira