Erlent

Tvíburar áfrýja ekki úrskurði

Cameron og Tyler Winklevoss, tvíburabræðurnir sem telja sig eiga hugmyndina að Facebook, hafa ákveðið að áfrýja ekki úrskurði Alríkisdómstóls til Hæstaréttar.

Í úrskurðinum segir að þeir hafi gert samning sem virðist þeim mjög hagstæður og vildi Alríkisdómstóll því ekki rifta honum. Dómstóllinn vísaði máli þeirra frá í apríl síðastliðnum en þeir vildu rifta sáttargjörð sem þeir gerðu við Mark Zuckerberg, vegna deilna um höfundarrétt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×