Ég set pressu á sjálfan mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2011 08:00 Kristinn Steindórsson hefur skorað tveimur mörkum meira í fyrstu fimm umferðunum í ár en hann gerði í fyrra. Fréttablaðið/Valli Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins. „Þetta byrjaði ekki alveg eins og við ætluðum okkur en það hefur verið stígandi í síðustu leikjum og það var mjög gott að ná þessum sigri á Fylki. Við erum farnir að gera það sem við erum þekktir fyrir og það er allt farið að ganga miklu betur," sagði Kristinn Steindórsson en Blikar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa síðan tekið 7 stig af 9 mögulegum. Kristinn er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fimm leikjum en hann skoraði tólf mörk við hlið Alfreðs Finnbogasonar í fyrra. „Það er kannski fullmikið búið að tala um Alfreð. Hann er farinn og mun ekki koma aftur á næstunni. Þegar það fer góður leikmaður eins og Alfreð þá þurfa aðrir að taka ábyrgð og ég set pressu á sjálfan mig að standa mig vel," segir Kristinn. Kristinn fagnar komu Dylans Macallister í lið Breiðabliks. „Hann lofar góðu, er stór og sterkur og dregur mikið til sín. Það skapast pláss fyrir okkur hina fyrir aftan sem við getum nýtt okkur," segir Kristinn sem nýtti sér það strax í fyrsta leik við hlið Ástralans. „Það er gott að spila upp á hann, hann heldur boltanum vel og getur spilað honum vel frá sér á menn sem eru að koma á ferðinni," segir Kristinn. Kristinn er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í fyrstu fimm leikjunum en hann var með tólf mörk og sex stoðsendingar á öllu síðasta tímabili. „Maður reynir alltaf að gera betur og ég ætla ekki að stefna á neitt minna," segir Kristinn aðspurður um markmið sín í sumar. Kristinn segir allt tal um titilvörn ekki trufla Blikana. „Það tekur enginn titilinn frá okkur sem við unnum 2010 og við ætlum bara að reyna að sækja nýjan. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvort við erum meistarar eða ekki því við viljum vinna alla leiki," segir Kristinn. Hann er ánægður með mörkin sín en verður aldrei sáttur við leikinn nema stigin komi líka í hús. „Það skiptir engu máli ef maður er að skora ef liðinu gengur illa. Þetta snýst um það að liðið vinni og ef maður skorar líka þá er það góður bónus," segir Kristinn. Kristinn lagði upp mark fyrir Guðmund Kristjánsson í 1-1 jafntefli í Eyjum og Guðmundur þakkaði fyrir með því að leggja upp tvö marka Kristins á móti Fylki. „Hann var eitthvað að skjóta á mig þegar hann skoraði í Eyjum að hann væri búinn að jafna mig og ég þurfti að fara að passa mig. Það er bara fínt að hafa smá pressu innan hópsins líka. Við erum að vinna saman, náum vel saman og vonandi heldur það áfram," segir Kristinn og hann er sáttur við fyrstu þrennuna sína. „Þetta var ansi gott dagsverk en það dugar ekki mikið lengur því það er bara næsti leikur og maður fær ekkert að lifa á þessu þar," sagði Kristinn að lokum. Lið 5. umferðarinnar (3-5-2)Hannes Þór Halldórsson, KR Alexander Magnússon, Grindavík Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV Kristinn Jónsson, Breiðabliki Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki Finnur Ólafsson, ÍBV Andri Ólafsson, ÍBV Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni Haukur Páll Sigurðsson, Val Kristinn Steindórsson, Breiðabliki Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Svipuð staða og í fyrraBlikar fengu einu stigi meira í fyrstu umferðunum í fyrra og Kristinn Steindórsson er búinn að skora fleiri mörk og koma að fleiri mörkum en Alfreð Finnbogason á sama tíma í fyrra.Blikar eftir fimmtu umferð 2010:Staða: 8 stig (3. sæti)Markatala: 7-4 Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 3 (1) Alfreð Finnbogason 2 (3) Guðmundur Pétursson 1 Haukur Baldvinsson 1 (1)Blikar eftir fimmtu umferð 2011:Staða: 7 stig (6. sæti)Markatala: 9-10Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 5 (1) Guðmundur Kristjánsson 2 (2) Haukur Baldvinsson 1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins. „Þetta byrjaði ekki alveg eins og við ætluðum okkur en það hefur verið stígandi í síðustu leikjum og það var mjög gott að ná þessum sigri á Fylki. Við erum farnir að gera það sem við erum þekktir fyrir og það er allt farið að ganga miklu betur," sagði Kristinn Steindórsson en Blikar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa síðan tekið 7 stig af 9 mögulegum. Kristinn er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fimm leikjum en hann skoraði tólf mörk við hlið Alfreðs Finnbogasonar í fyrra. „Það er kannski fullmikið búið að tala um Alfreð. Hann er farinn og mun ekki koma aftur á næstunni. Þegar það fer góður leikmaður eins og Alfreð þá þurfa aðrir að taka ábyrgð og ég set pressu á sjálfan mig að standa mig vel," segir Kristinn. Kristinn fagnar komu Dylans Macallister í lið Breiðabliks. „Hann lofar góðu, er stór og sterkur og dregur mikið til sín. Það skapast pláss fyrir okkur hina fyrir aftan sem við getum nýtt okkur," segir Kristinn sem nýtti sér það strax í fyrsta leik við hlið Ástralans. „Það er gott að spila upp á hann, hann heldur boltanum vel og getur spilað honum vel frá sér á menn sem eru að koma á ferðinni," segir Kristinn. Kristinn er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í fyrstu fimm leikjunum en hann var með tólf mörk og sex stoðsendingar á öllu síðasta tímabili. „Maður reynir alltaf að gera betur og ég ætla ekki að stefna á neitt minna," segir Kristinn aðspurður um markmið sín í sumar. Kristinn segir allt tal um titilvörn ekki trufla Blikana. „Það tekur enginn titilinn frá okkur sem við unnum 2010 og við ætlum bara að reyna að sækja nýjan. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvort við erum meistarar eða ekki því við viljum vinna alla leiki," segir Kristinn. Hann er ánægður með mörkin sín en verður aldrei sáttur við leikinn nema stigin komi líka í hús. „Það skiptir engu máli ef maður er að skora ef liðinu gengur illa. Þetta snýst um það að liðið vinni og ef maður skorar líka þá er það góður bónus," segir Kristinn. Kristinn lagði upp mark fyrir Guðmund Kristjánsson í 1-1 jafntefli í Eyjum og Guðmundur þakkaði fyrir með því að leggja upp tvö marka Kristins á móti Fylki. „Hann var eitthvað að skjóta á mig þegar hann skoraði í Eyjum að hann væri búinn að jafna mig og ég þurfti að fara að passa mig. Það er bara fínt að hafa smá pressu innan hópsins líka. Við erum að vinna saman, náum vel saman og vonandi heldur það áfram," segir Kristinn og hann er sáttur við fyrstu þrennuna sína. „Þetta var ansi gott dagsverk en það dugar ekki mikið lengur því það er bara næsti leikur og maður fær ekkert að lifa á þessu þar," sagði Kristinn að lokum. Lið 5. umferðarinnar (3-5-2)Hannes Þór Halldórsson, KR Alexander Magnússon, Grindavík Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV Kristinn Jónsson, Breiðabliki Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki Finnur Ólafsson, ÍBV Andri Ólafsson, ÍBV Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni Haukur Páll Sigurðsson, Val Kristinn Steindórsson, Breiðabliki Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Svipuð staða og í fyrraBlikar fengu einu stigi meira í fyrstu umferðunum í fyrra og Kristinn Steindórsson er búinn að skora fleiri mörk og koma að fleiri mörkum en Alfreð Finnbogason á sama tíma í fyrra.Blikar eftir fimmtu umferð 2010:Staða: 8 stig (3. sæti)Markatala: 7-4 Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 3 (1) Alfreð Finnbogason 2 (3) Guðmundur Pétursson 1 Haukur Baldvinsson 1 (1)Blikar eftir fimmtu umferð 2011:Staða: 7 stig (6. sæti)Markatala: 9-10Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 5 (1) Guðmundur Kristjánsson 2 (2) Haukur Baldvinsson 1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira