Ég set pressu á sjálfan mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2011 08:00 Kristinn Steindórsson hefur skorað tveimur mörkum meira í fyrstu fimm umferðunum í ár en hann gerði í fyrra. Fréttablaðið/Valli Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins. „Þetta byrjaði ekki alveg eins og við ætluðum okkur en það hefur verið stígandi í síðustu leikjum og það var mjög gott að ná þessum sigri á Fylki. Við erum farnir að gera það sem við erum þekktir fyrir og það er allt farið að ganga miklu betur," sagði Kristinn Steindórsson en Blikar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa síðan tekið 7 stig af 9 mögulegum. Kristinn er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fimm leikjum en hann skoraði tólf mörk við hlið Alfreðs Finnbogasonar í fyrra. „Það er kannski fullmikið búið að tala um Alfreð. Hann er farinn og mun ekki koma aftur á næstunni. Þegar það fer góður leikmaður eins og Alfreð þá þurfa aðrir að taka ábyrgð og ég set pressu á sjálfan mig að standa mig vel," segir Kristinn. Kristinn fagnar komu Dylans Macallister í lið Breiðabliks. „Hann lofar góðu, er stór og sterkur og dregur mikið til sín. Það skapast pláss fyrir okkur hina fyrir aftan sem við getum nýtt okkur," segir Kristinn sem nýtti sér það strax í fyrsta leik við hlið Ástralans. „Það er gott að spila upp á hann, hann heldur boltanum vel og getur spilað honum vel frá sér á menn sem eru að koma á ferðinni," segir Kristinn. Kristinn er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í fyrstu fimm leikjunum en hann var með tólf mörk og sex stoðsendingar á öllu síðasta tímabili. „Maður reynir alltaf að gera betur og ég ætla ekki að stefna á neitt minna," segir Kristinn aðspurður um markmið sín í sumar. Kristinn segir allt tal um titilvörn ekki trufla Blikana. „Það tekur enginn titilinn frá okkur sem við unnum 2010 og við ætlum bara að reyna að sækja nýjan. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvort við erum meistarar eða ekki því við viljum vinna alla leiki," segir Kristinn. Hann er ánægður með mörkin sín en verður aldrei sáttur við leikinn nema stigin komi líka í hús. „Það skiptir engu máli ef maður er að skora ef liðinu gengur illa. Þetta snýst um það að liðið vinni og ef maður skorar líka þá er það góður bónus," segir Kristinn. Kristinn lagði upp mark fyrir Guðmund Kristjánsson í 1-1 jafntefli í Eyjum og Guðmundur þakkaði fyrir með því að leggja upp tvö marka Kristins á móti Fylki. „Hann var eitthvað að skjóta á mig þegar hann skoraði í Eyjum að hann væri búinn að jafna mig og ég þurfti að fara að passa mig. Það er bara fínt að hafa smá pressu innan hópsins líka. Við erum að vinna saman, náum vel saman og vonandi heldur það áfram," segir Kristinn og hann er sáttur við fyrstu þrennuna sína. „Þetta var ansi gott dagsverk en það dugar ekki mikið lengur því það er bara næsti leikur og maður fær ekkert að lifa á þessu þar," sagði Kristinn að lokum. Lið 5. umferðarinnar (3-5-2)Hannes Þór Halldórsson, KR Alexander Magnússon, Grindavík Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV Kristinn Jónsson, Breiðabliki Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki Finnur Ólafsson, ÍBV Andri Ólafsson, ÍBV Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni Haukur Páll Sigurðsson, Val Kristinn Steindórsson, Breiðabliki Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Svipuð staða og í fyrraBlikar fengu einu stigi meira í fyrstu umferðunum í fyrra og Kristinn Steindórsson er búinn að skora fleiri mörk og koma að fleiri mörkum en Alfreð Finnbogason á sama tíma í fyrra.Blikar eftir fimmtu umferð 2010:Staða: 8 stig (3. sæti)Markatala: 7-4 Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 3 (1) Alfreð Finnbogason 2 (3) Guðmundur Pétursson 1 Haukur Baldvinsson 1 (1)Blikar eftir fimmtu umferð 2011:Staða: 7 stig (6. sæti)Markatala: 9-10Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 5 (1) Guðmundur Kristjánsson 2 (2) Haukur Baldvinsson 1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins. „Þetta byrjaði ekki alveg eins og við ætluðum okkur en það hefur verið stígandi í síðustu leikjum og það var mjög gott að ná þessum sigri á Fylki. Við erum farnir að gera það sem við erum þekktir fyrir og það er allt farið að ganga miklu betur," sagði Kristinn Steindórsson en Blikar töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa síðan tekið 7 stig af 9 mögulegum. Kristinn er orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fimm leikjum en hann skoraði tólf mörk við hlið Alfreðs Finnbogasonar í fyrra. „Það er kannski fullmikið búið að tala um Alfreð. Hann er farinn og mun ekki koma aftur á næstunni. Þegar það fer góður leikmaður eins og Alfreð þá þurfa aðrir að taka ábyrgð og ég set pressu á sjálfan mig að standa mig vel," segir Kristinn. Kristinn fagnar komu Dylans Macallister í lið Breiðabliks. „Hann lofar góðu, er stór og sterkur og dregur mikið til sín. Það skapast pláss fyrir okkur hina fyrir aftan sem við getum nýtt okkur," segir Kristinn sem nýtti sér það strax í fyrsta leik við hlið Ástralans. „Það er gott að spila upp á hann, hann heldur boltanum vel og getur spilað honum vel frá sér á menn sem eru að koma á ferðinni," segir Kristinn. Kristinn er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í fyrstu fimm leikjunum en hann var með tólf mörk og sex stoðsendingar á öllu síðasta tímabili. „Maður reynir alltaf að gera betur og ég ætla ekki að stefna á neitt minna," segir Kristinn aðspurður um markmið sín í sumar. Kristinn segir allt tal um titilvörn ekki trufla Blikana. „Það tekur enginn titilinn frá okkur sem við unnum 2010 og við ætlum bara að reyna að sækja nýjan. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvort við erum meistarar eða ekki því við viljum vinna alla leiki," segir Kristinn. Hann er ánægður með mörkin sín en verður aldrei sáttur við leikinn nema stigin komi líka í hús. „Það skiptir engu máli ef maður er að skora ef liðinu gengur illa. Þetta snýst um það að liðið vinni og ef maður skorar líka þá er það góður bónus," segir Kristinn. Kristinn lagði upp mark fyrir Guðmund Kristjánsson í 1-1 jafntefli í Eyjum og Guðmundur þakkaði fyrir með því að leggja upp tvö marka Kristins á móti Fylki. „Hann var eitthvað að skjóta á mig þegar hann skoraði í Eyjum að hann væri búinn að jafna mig og ég þurfti að fara að passa mig. Það er bara fínt að hafa smá pressu innan hópsins líka. Við erum að vinna saman, náum vel saman og vonandi heldur það áfram," segir Kristinn og hann er sáttur við fyrstu þrennuna sína. „Þetta var ansi gott dagsverk en það dugar ekki mikið lengur því það er bara næsti leikur og maður fær ekkert að lifa á þessu þar," sagði Kristinn að lokum. Lið 5. umferðarinnar (3-5-2)Hannes Þór Halldórsson, KR Alexander Magnússon, Grindavík Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV Kristinn Jónsson, Breiðabliki Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki Finnur Ólafsson, ÍBV Andri Ólafsson, ÍBV Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni Haukur Páll Sigurðsson, Val Kristinn Steindórsson, Breiðabliki Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Svipuð staða og í fyrraBlikar fengu einu stigi meira í fyrstu umferðunum í fyrra og Kristinn Steindórsson er búinn að skora fleiri mörk og koma að fleiri mörkum en Alfreð Finnbogason á sama tíma í fyrra.Blikar eftir fimmtu umferð 2010:Staða: 8 stig (3. sæti)Markatala: 7-4 Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 3 (1) Alfreð Finnbogason 2 (3) Guðmundur Pétursson 1 Haukur Baldvinsson 1 (1)Blikar eftir fimmtu umferð 2011:Staða: 7 stig (6. sæti)Markatala: 9-10Mörkin (Stoðsendingar): Kristinn Steindórsson 5 (1) Guðmundur Kristjánsson 2 (2) Haukur Baldvinsson 1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti