Enski boltinn

Krabbamein fjarlægt úr hálsi Bryan Robson

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Bryan Robson og Sir Alex Ferguson áttu góða tíma saman hjá Man Utd.
Bryan Robson og Sir Alex Ferguson áttu góða tíma saman hjá Man Utd. Nordic Photos / Getty Images
Bryan Robson, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, fór í aðgerð þann 3. mars s.l. í Bangkok Taílandi vegna krabbameins í hálsi. Robson er landsliðsþjálfari Taílands en samkvæmt frétt Manchester Evening News mun hann halda áfram störfum þrátt fyrir veikindinn.

Talsmaður Manchester United segir í viðtali við Manchester Evening News að Robson og fjölskylda hans hafi óskað eftir því að hann fái að ljúka meðferðinni í Taílandi án áreitis frá fjölmiðlum en Robson gegnir einnig því hlutverki að vera einn af „sendiherrum" Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×