Enski boltinn

Steve Bruce segir að Andy Carroll minni um margt á Duncan Ferguson

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Andy Carroll gæti verið í byrjunarliði Liverpool á sunnudaginn í fyrsta sinn frá því hann var keyptur frá Newcastle.
Andy Carroll gæti verið í byrjunarliði Liverpool á sunnudaginn í fyrsta sinn frá því hann var keyptur frá Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Steve Bruce knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland segir að hann hafi reynt að fá Andy Carroll til liðs við Wigan þegar hann var knattspyrnustjóri liðsins fyrir tveimur árum. Newcastle vildi fá um 4,5 milljónir punda eða rétt rúmlega 830 milljónir kr. fyrir enska framherjann en Wigan vildi aðeins greiða um 2,5 milljónir punda eða 470 milljónir kr.

Carroll mun væntanlega vera í byrjunarliði Liverpool í fyrsta sinn þegar liðið sækir Sunderland heima á sunnudaginn. Liverpool keypti Carroll fyrir 35 milljónir punda eða 6,5 milljarða kr.

Bruce segir að Carroll sé framherji af „gamla breska skólanum" og nefnir hann Joe Jordan og Duncan Ferguson í þeirri samlíkingu. „Hann er eins og Duncan Ferguson þegar hann var á hátindi ferilsins. Andy getur stokkið hátt og jafnvægið hjá honum er frábært. Hann er því afar hættulegur í vítateignum," sagði Bruce sem fékk að kynnast hæfileikum Carroll þegar hann skoraði gegn Wigan fyrir Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×