Íslenski boltinn

Guðjón: Kolbeinn var búinn að vera setja mörg mörk á æfingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson.
Guðjón Pétur Lýðsson og félagar í Val fögnuðu vel eftir 3-1 sigur á Fylki í Pepsi-deildinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í byrjun júli.

„Það var gaman að vinna loksins aftur. Við vorum mættir til leik þegar leikurinn byrjaði og vorum 3-0 yfir í hálfleik. Svo bara að halda áfram í seinni hálfleik og klára leikinn til enda," sagði Guðjón.

Kolbeinn Kárason lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld, sló í gegn og skoraði tvennu. „Hann er búinn að vera setja mörg mörk á æfingum og það var bara kominn tími til þess að hann fengi tækifærið. Hann nýtti það heldur betur," sagði Guðjón.

„Við höfum alveg verið beittir fram á við en það hefur vantað að leggja endahnútinn á sóknirnar. Hann kom inn með það sem vantaði," sagði Guðjón kátur.

„Við ætlum að blanda okkur af alvöru í þessa toppbaráttu og ætlum að halda áfram að safna stigum. Það var búin að vera smá törn, nokkur jafntefli og ömurlegt tap á móti FH. Leikurinn á móti ÍBV var kveikjan þar sem við náðum að spila flottan leik og kaffæra ÍBV. Við höldum nú áfram og þegar K-járnið er í gangi þá vinnum við alla leiki það sem eftir er," sagði Guðjón léttur að lokum og var þar að tala um hetju kvöldsins, Kolbein Kárason.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×