Íslenski boltinn

Umfjöllun: Eyjamenn setja pressu á KR-inga

Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar
Mynd/Daníel
Eyjamenn unnu nokkuð sannfærandi sigur á Blikum, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld, en það virðist lítið ganga hjá Íslandsmeisturunum þessa daganna.

Það sást strax á upphafsmínútum leiksins að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Blikar voru ákveðnir og sýndu ákveðið frumkvæði, en það voru samt sem áður gestirnir sem gerðu fyrsta mark leiksins.

Eftir mikið klafs skoppaði boltinn í áttina að Kevin Mellor, leikmanni ÍBV, sem þrumaði honum í netið rétt fyrir utan vítateigs. Alveg óverjandi fyrir Ingvar Þór Kale í marki Blika.



Á 23. mínútu jafnaði Kristinn Steindórsson metin fyrir Blika með glæsilegu marki innan úr teig. Guðmundur Kristinsson átti magnaðan sprett upp allan völlinn, gaf síðan fyrir á Kristinn á hárréttum tímapunkti sem kláraði færið vel.



Eyjamenn voru sterkari það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum en náðu ekki að nýta sér þau færi sem liðið fékk og því var staðan 1-1 í hálfleik.

Ian Jeffs skoraði síðan annað mark Eyjamenna eftir um klukkustunda leik, en þá slapp þessi snjalli leikmaðurinn einn í gegnum vörn Breiðabliks og renndi boltanum snyrtilega framhjá Ingvari Kale í marki Blika. Niðurstaðan því 2-1 sigur Eyjamanna.

ÍBV vann því virkilega mikilvægan sigur og eru aðeins einu stigi frá KR-ingum, en KR á tvö leiki til góða á ÍBV. KR og ÍBV eiga eftir að mætast tvívegis í sumar og því getur allt gerst enn.



Breiðablik 1 – 2 ÍBV


0-1 Kevin Mellor (15.)

1-1 Kristinn Steindórsson (23.)

1-2 Ian Jeffs (60.)

Dómari: Þorvaldur Árnason (8)

Skot (á mark): 6 – 7 (4-4)

Varin skot: Ingvar 1 – 3 Albert

Horn: 2 – 0

Aukaspyrnur fengnar: 7– 18

Rangstöður: 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×