Kristján: Við erum búnir að vinna vel í hans málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2011 22:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals. Mynd/Valli Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, fór nýjar leiðir í kvöld þegar hann stillti upp byrjunarliðinu sínu í 3-1 sigri á Fylki. Kristján henti nýliðanum Kolbeini Kárasyni í fremstu víglínu og var með Andra Fannar Stefánsson fremstan á miðjunni. Þetta heppnaðist frábærlega og Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í byrjun júlí. „Við erum búnir að gera fjögur jafntefli í fimm síðustu leikjum og það var nauðsynlegt ef að við ætluðum að vera í toppbaráttunni að ná í þrjú stig hér í kvöld, sérstaklega þar sem að við vorum á heimavelli," sagði Kristján. „Það var viss áhætta að gera þessar breytingar, bæði með því að setja Andra Fannar inn sem lítið hefur spilað frá byrjun og svo með því að setja Kolbein inn í liðið sem var að spila sinn fyrsta leik," sagði Kristján og menn voru mjög hissa á að sjá Kolbein í liðinu. „Þetta var vissulega áhætta en við erum búnir að vinna vel í hans málum. Hann fór á láni í 2. deildinni þar sem hann stóð sig mjög vel, bæði í deildarbikar og 2. deildinni. Við höfum verið að vinna með hann á æfingunum og við vorum búnir að ræða það við hann að hann fengi tækifærið. Við vildum bara bíða eftir því rétta," sagði Kristján. „Það var frábært hjá honum að gera þetta og hann olli varnarmönnum Fylkis miklum erfiðleikum. Hann stóð sig mjög vel eins og aðrir leikmenn í liðinu. Nú verður Kolbeinn að vera einbeittur í sinni vinnu þessa vikuna og koma jafn einbeittur inn í næsta leik," sagði Kristján en hann tók það jafnframt fram að Kolbeinn væri ekki öruggur með sætið í næsta leik nema ef hann verði áfram duglegur á æfingum. Kristján viðurkenndi að sigurinn hafi verið langþráður. „Við erum búnir að bíða eftir því að fá að kyrja sigursöngvanna. Við höfum ekki verið að skora alveg nógu mörg mörk til þess að vinna leikina. Jafnteflin telja samt þegar maður nær sigrinum inn á milli," sagði Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, fór nýjar leiðir í kvöld þegar hann stillti upp byrjunarliðinu sínu í 3-1 sigri á Fylki. Kristján henti nýliðanum Kolbeini Kárasyni í fremstu víglínu og var með Andra Fannar Stefánsson fremstan á miðjunni. Þetta heppnaðist frábærlega og Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í byrjun júlí. „Við erum búnir að gera fjögur jafntefli í fimm síðustu leikjum og það var nauðsynlegt ef að við ætluðum að vera í toppbaráttunni að ná í þrjú stig hér í kvöld, sérstaklega þar sem að við vorum á heimavelli," sagði Kristján. „Það var viss áhætta að gera þessar breytingar, bæði með því að setja Andra Fannar inn sem lítið hefur spilað frá byrjun og svo með því að setja Kolbein inn í liðið sem var að spila sinn fyrsta leik," sagði Kristján og menn voru mjög hissa á að sjá Kolbein í liðinu. „Þetta var vissulega áhætta en við erum búnir að vinna vel í hans málum. Hann fór á láni í 2. deildinni þar sem hann stóð sig mjög vel, bæði í deildarbikar og 2. deildinni. Við höfum verið að vinna með hann á æfingunum og við vorum búnir að ræða það við hann að hann fengi tækifærið. Við vildum bara bíða eftir því rétta," sagði Kristján. „Það var frábært hjá honum að gera þetta og hann olli varnarmönnum Fylkis miklum erfiðleikum. Hann stóð sig mjög vel eins og aðrir leikmenn í liðinu. Nú verður Kolbeinn að vera einbeittur í sinni vinnu þessa vikuna og koma jafn einbeittur inn í næsta leik," sagði Kristján en hann tók það jafnframt fram að Kolbeinn væri ekki öruggur með sætið í næsta leik nema ef hann verði áfram duglegur á æfingum. Kristján viðurkenndi að sigurinn hafi verið langþráður. „Við erum búnir að bíða eftir því að fá að kyrja sigursöngvanna. Við höfum ekki verið að skora alveg nógu mörg mörk til þess að vinna leikina. Jafnteflin telja samt þegar maður nær sigrinum inn á milli," sagði Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki